Fréttir

 

Allar fréttir sem birtust á urridaholt.is frá 2007 til 2024.

20.10.2021

Niðurstaða í samkeppni um kennileitishús

Stjórn Urriðaholts ehf valið tillögu að kennileitishúsi við Vörðugötu 2 efst í Urriðaholti. Kennileitishúsið stendur á áberandi stað í hverfinu og var sóst eftir að kalla fram frumlega og vandaða tillögu að skipulagi og hönnun með tilliti til þess.

Lesa fréttina
10.07.2021

Tillögur í samkeppni um kennileitishús í norðurhluta 4

Lóðin Vörðugata 2 er ætluð fyrir sérstaklega vandað og kennileitishús í deiliskipulagi Urriðaholts. Efnt var til samkeppni um uppbyggingu á lóðinni og tóku þrjár arkitektastofur þátt í henni. Dómnefnd hefur nú lokið störfum og valið eina tillöguna til að raungera markmið samkeppninnar.

Lesa fréttina
18.12.2020

Samkeppni um nýjan leikskóla í Urriðaholti

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti að efna til samkeppni um hönnun nýs leikskóla í Urriðaholti. Dómnefnd hefur tekið til starfa og er að semja samkeppnislýsingu. Fyrir liggur að að hefja þarf uppbyggingu nýs leikskóla í hverfinu í takt við íbúafjölgun. Hátt í 2.500 manns búa nú í hverfinu og verða að allt að 4.500 í því fullbyggðu.

Lesa fréttina
21.04.2020

Rannsóknir á blágrænum ofanvatnslausnum í Urriðaholti

Hópur vísindamanna frá Háskóla Íslands hefur undanfarin ár unnið að rannsóknarverkefni í Urriðaholti sem kallast „sjálfbær regnvatnsstjórnun í köldu loftlsagi.“ Rannsóknin snýr að sjálfbærum ofanvatnslausnum í Urriðaholti, oft líka kallaðar blágrænar ofanvatnslausnir. Verkefnið hlaut 3 ára styrk frá Rannís árið 2018 og lýkur því á þessu ári. Rætt við stjórnanda rannsóknanna.

Lesa fréttina
22.01.2020

Betri upplýsingar fyrir íbúa í Urriðaholti

Með vaxandi íbúafjölda í Urriðaholti hefur þörfin aukist fyrir upplýsingar sem varða íbúa í daglegu lífi. Til að mæta þessari þörf hefur á vefsíðu Urriðaholts ehf verið sett upp sérstök síða með fjölbreyttum upplýsingum fyrir íbúa hverfisins.

Lesa fréttina
28.06.2019

Bílaþvottur í Urriðaholti skaðar vatnið

Bílaþvottur á bílaplönum við hús í Urriðaholti er sérstaklega skaðlegur umhverfi og lífríki Urriðavatns. Ofanvatni (rigningu) er veitt niður í jarðveginn í Urriðaholti og áfangastaður vatnsins er Urriðavatn.

Lesa fréttina
27.08.2018

Allt að gerast í Urriðaholti

Fyrsta skólasetning grunnskólabarna var í Urriðaholtsskóla 22. ágúst og um svipað leyti nýttum við okkur góða veðrið til að fara í árlega loftmyndatöku af uppbyggingu Urriðaholts.

Lesa fréttina
13.05.2018

Veðurmælingastöð rís í Urriðaholti

Fullkomin veðurmælingastöð verður reist í Urriðaholti, sunnanmegin í holtinu á opnu svæði vestan við Kauptún. Stöðin og búnaður henni tengdri skapar einstakt tækifæri til rannsókna og tilrauna á landsvísu. Þar verða m.a. sérhæfð tæki til mælinga vegna sjálfbærra regnvatnslausna, svo og úrkomu á einnar mínútu fresti, í fyrsta sinn á Íslandi.

Lesa fréttina
10.04.2018

Urriðaholt og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Skipulag Urriðaholts hefur verið valið sem fordæmi um hvernig innleiða má heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbær samfélög. Er það í samræmi við áherslur alþjóðasamtakana um að sýna góð dæmi sem geta vísað veginn um hvernig vinna má að sjálfbærari þróun í heiminum.

Lesa fréttina
14.11.2017

Fyrsta Svansvottaða húsið á Íslandi er í Urriðaholti

Einbýlishúsið að Brekkugötu 2 í Urriðaholti fékk þann 10. nóvember Svansvottun Umhverfisstofnunar. Þetta er fyrsta einbýlishúsið á Íslandi sem fær umhverfisvottun af þessu tagi. Markmið eigenda hússins og annarra sem að byggingunni koma var ekki síst að efla vitund um mikilvægi umhverfismála í byggingariðnaði á Íslandi. Staðsetning þess í Urriðaholti undirstrikar þessar áherslur, en Urriðaholt er fyrsta og eina hverfið á Íslandi til að fá vistvottun skipulags (BREEAM Communities).

Lesa fréttina
17.03.2017

Mikil uppbygging í Urriðaholti

Mikil hraði er í uppbyggingu íbúðabyggðar í Urriðaholti um þessar mundir. Alls 613 íbúðir eru annaðhvort tilbúnar eða í byggingu og til viðbótar er verið að ljúka jarðvegsframkvæmdum fyrir 368 íbúðir sem byrjað verður að reisa í sumar. Tæplega eitt þúsund íbúðir verða því tilbúnar eða á framkvæmdastigi í hverfinu á þessu ári.

Lesa fréttina
16.08.2016

Skólinn bíður eftir börnunum

Byggingu Urriðaholtsskóla efst í Urriðaholti miðar vel og er í takt við uppbyggingu hverfisins. Skólinn verður hjarta samfélagsins í Urriðaholti, þar verður staðsett öll starfsemi sem tengist börnum og unglingum og jafnframt munu íbúar hverfisins hafa aðgang að skólahúsnæðinu og sækja þangað þjónustu t.d. bókasafn, námskeið, tónleika o.fl.

Lesa fréttina
19.05.2016

Vistvottun Urriðaholts undirstrikar metnaðinn í skipulagi hverfisins

Á málþingi um vistvottun Urriðaholts var það samdóma álit frummælenda að Breeam vistvottun hverfisins undirstrikaði þann metnað sem felst í skipulagi og uppbyggingu hverfisins. Á málþinginu afhenti fulltrúi Breeam Communities bæjarstjóra Garðabæjar formlega staðfestingu á lokavottun hluta deiliskipulags Urriðaholts.

Lesa fréttina
3.05.2016

Málþing um vistvottun skipulags Urriðaholts

Málþing um vistvottun skipulags Urriðaholts í Garðabæ verður haldið þriðjudaginn 10. maí næstkomandi. Málþingið verður haldið í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti og hefst kl. 15:30. Á málþinginu mun fulltrúi Breeam Communities afhenda staðfestingu þess að skipulag Urriðaholts uppfyllir skilyrði um vistvottun Breeam.

Lesa fréttina
17.11.2015

Urriðaholt vekur áhuga útfyrir landsteinana

Skipulagið í Urriðaholti hefur í gegnum tíðina vakið töluverða athygli, m.a. erlendis frá. Ekki síst vekja áhuga áherslur á lífsgæði, öruggt umhverfi, blandaða byggð og náttúrulegt viðhald Urriðavatns. Sveitarstjórnarfólk frá Noregi og Póllandi hefur til að mynda komið gagngert til Íslands til að fræðast um Urriðaholt

Lesa fréttina
17.07.2015

Costco í Urriðaholt á næsta ári

Samningar voru undirritaðir í morgun um kaup verslunarkeðjunnar Costco á 14 þúsund fermetra verslunarhúsnæði að Kauptúni 3 í Urriðaholti. Verslun Costco mun taka til starfa á næsta ári. Verslunin bætist þar við flóru annarra fyrirtækja í Kauptúni, þar á meðal IKEA, Toyota, Bónus og Huyndai. Rúmfatalagerinn og ILVA hafa einnig keypt húsnæði í Urriðaholti, í Kauptúni 1.

Lesa fréttina
1.06.2015

Bygging Urriðaholtsskóla að hefjast

Garðabær hefur auglýst eftir tilboðum í uppsteypu fyrsta áfanga Urriðaholtsskóla og verða þau opnuð þann 19. júní næstkomandi. Framkvæmdum á að vera lokið um miðjan janúar á næsta ári og tekur skólinn til starfa þá um haustið. Þessi fyrsti áfangi skólans verður 5.300 fermetrar. Í honum verða um 100 heilsdagspláss fyrir börn á leikskólaaldri og rými fyrir um 250 börn á grunnskólaaldri upp í 10. bekk

Lesa fréttina
4.02.2015

Hönnun Urriðaholtsskóla langt komin

Rætt við Baldur Ó. Svavarsson arkitekt, sem hefur yfirumsjón með hönnun grunnskóla og leikskóla í Urriðaholti. Hönnunin er langt komin og samhliða hefur verið unnið að jarðvegsframkvæmdum. Skólarnir verða sambyggðir og er gert ráð fyrir uppbyggingu í tveimur til þremur áföngum.

Lesa fréttina
29.01.2015

Staðarvísir Urriðaholts stuðlar að aðlaðandi umhverfi

Allir sem koma að uppbyggingu Urriðaholts hittust á fjölmennum fundi þann 26. janúar til að ræða hvernig best mætti tryggja að frágangur og ásýnd húsa og lóða í Urriðaholti verði í samræmi við skipulagsáherslur hverfisins. Á fundinum var kynntur svokallaður Staðarvísir, sem er einskonar leiðarvísir fyrir húsbyggjendur og hönnuði í umhverfishönnun hverfisins. Staðarvísirinn er aðgengilegur á vef Urriðaholts.

Lesa fréttina
19.01.2015

702 íbúðir í uppbyggingu í Urriðaholti

Mikil uppbygging á sér nú stað í Urriðaholti. Framan af risu nokkur einbýlishús í hverfinu, en seinni hluta 2012 hófst bygging fjölbýlishúsa, fyrst við Holtsveg. Búið er að skipuleggja 404 íbúðir og eru 317 þeirra ýmist tilbúnar eða í byggingu. Um 15 verktakar eru þessa dagana að byggja fjölbýlishús í vesturhluta Urriðaholts og auk þess eru í gangi framkvæmdir við parhús, raðhús og einbýlishús.

Lesa fréttina
1.11.2014

Fyrstu íbúðir í fjölbýli afhentar í Urriðaholti

Fyrstu íbúðirnar í fjölbýli í Urriðaholti voru afhentar eigendum síðastliðinn föstudag, 31. október. Um er að ræða þrjár tveggja og þriggja herbergja íbúðir að Holtsvegi 23-25, sem byggingafélagið Borgarhraun reisir. Hinir nýbökuðu íbúðareigendur eru öll ung að aldri og hæstánægð með að hafa valið Urriðaholtið til búsetu.

Lesa fréttina
15.10.2014

Deiliskipulag 2. áfanga Urriðaholts kynnt til sögunnar

Almennur kynningarfundur á drögum að deiliskipulagi 2. áfanga Urriðaholts var haldinn þriðjudaginn 14. október í Flataskóla. Skipulagsnefnd Garðabæjar stóð að kynningunni. Að auki voru kynntar tillögur að breytingum á deiliskipulagi vesturhluta Urriðaholts sem nær til Mosagötu.

Lesa fréttina
25.09.2014

Urriðaholt fyrst til að sækjast eftir vistvottun skipulags

Um þessar mundir er unnið að því að vistvotta skipulag Urriðaholts í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að vistvottun skipulags á Íslandi og er það gert samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities, sem er leiðandi á þessu sviði í heiminum. Í tilefni af viku vistvænna bygginga bauð Vistbyggðarráð uppá kynningarfund um þetta verkefni þann 23. september.

Lesa fréttina
18.09.2014

Kynningarfundur um vistvottun skipulags í Urriðaholti

Í tilefni af viku vistvænna bygginga 22.-27. september, býður Vistbyggðarráð upp á opinn kynningarfund 23. september um vistvottun skipulags skv. alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities. Unnið er eftir því við skipulag Urriðaholts í Garðabæ. Jafnframt verður kynntur nýútkomin bæklingur Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag.

Lesa fréttina
26.05.2014

Mikill áhugi á nýjum íbúðum í Urriðaholti

Fjöldi fólks leit inn á kynningu á nýjum íbúðum í Urriðaholti hjá fasteignasölunum Torg og Borg um helgina. Kynningin var þáttur í „Karnivali í Kauptúni“ sem fyrirtækin í Kauptúni stóðu fyrir dagana 24. og 25. maí.

Lesa fréttina
1.05.2014

Sala fyrstu íbúða að hefjast í Urriðaholti

Sala fyrstu íbúða í fjölbýli er að hefjast í Urriðaholti. Um tímamót er að ræða í hverfinu og er gert ráð fyrir hraðri uppbyggingu þess á næstu árum. Meðal annars mun nýr skóli taka til starfa í Urriðaholti haustið 2016.

Lesa fréttina
28.03.2014

Bjartsýnin smitar yfir á síður Morgunblaðsins

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er viðtal við Grím Halldórsson, einn af verktökum við byggingu nýrra fjölbýlishúsa í Urriðaholti. Þar er sagt frá uppbyggingunni sem nú á sér stað í Urriðaholtinu og segir Grímur ekki seinna vænna en að nýjar íbúðir komist á markaðinn til að mæta mikilli eftirspurn. Um leið hvetur Grímur stjórnvöld til að huga að úrræðum fyrir ungt fólk til að geta eignast þak yfir höfuðið, því að svigrúmið sé einfaldlega ekki nógu mikið.

Lesa fréttina
24.03.2014

Góður hugur í byggingaverktökum í Urriðaholti

Verktakar nýrra fjölbýlishúsa í Urriðaholti hittust í síðustu viku til að ræða stöðu mála við þá Gunnar Einarsson bæjarstjóra Garðabæjar og Jón Pálma Guðmundsson, framkvæmdastjóra Urriðaholts ehf. Góður hugur var í mannskapnum á fundinum, enda eru margar bygginganna langt komnar og styttist í að sala fyrstu íbúðanna fari að hefjast.

Lesa fréttina
19.02.2014

Samið um hönnun Urriðaholtsskóla

Búið er að semja um hönnun á Urriðholtsskóla og var ráðgjafarsamingur um þess efnis undirritaður þann 14. febrúar. Í hönnunarhópnum eru Landform, VEB - teiknistofa, Lagnatækni, Verkhönnun, VSÍ, öryggishönnun og ráðgjöf og Önn ehf. Samkvæmt áætlun hönnunarhópsins skal fullnaðarhönnun fyrsta áfanga lokið 1. desember á þessu ári og útboð jarðvinnu skal fara fram 1. október næstkomandi.

Lesa fréttina
10.02.2014

Verktakar blóta Þorra með bros á vör

Verktakar tóku sér nýlega stutta pásu frá byggingaframkvæmdum við fjölbýlishúsin í Urriðaholti til að blóta Þorra og ræða stöðu mála. Bygging ehf. og Pétur og Kristinn ehf. buðu til þorrablótsins í vinnuskúr P&K við Hraungötu 1 og mættu þeir verktakar sem áttu heimangegnt

Lesa fréttina
17.01.2014

Fjölbýlishúsin rísa hvert af öðru í Urriðaholti

Uppsteypa fyrstu fjölbýlishúsanna í Urriðaholti stendur yfir um þessar mundir. Búið er að steypa grunna sjö húsa með samtals rúmlega 100 íbúðum. Í einu húsanna er þegar búið að steypa þrjár hæðir og við önnur stendur mótasmíði sem hæst. Nýju fjölbýlin einkennast af því að vera fremur lítil í sniðum, fáar íbúðir í hverjum stigagangi og meginhluti þeirra aðeins þrjár íbúðarhæðir. Íbúðastærð er á bilinu 80-130 fermetrar.

Lesa fréttina
25.11.2013

Uppbygging skóla að hefjast í Urriðaholti

Garðabær hefur auglýst eftir áhugasömum ráðgjöfum til að taka þátt í útboði á hönnun vegna nýbyggingar skóla í Urriðaholti. Áformað er að ganga til samninga við hönnunarhóp í janúar 2014, framkvæmdir verða boðnar út í ágúst 2014 og reiknað er með að byggingu fyrsta áfanga skólans verði lokið í apríl 2016. Miðað er við að fullbyggður rúmi skólinn í Urriðaholti sex deildir leikskóla með um 120 heilsdagsplássum og grunnskóla fyrir allt að 700 börn á grunnskólaaldri. Í fyrsta áfanga verða um 100 heilsdagspláss fyrir börn á leikskólaaldri og rými fyrir um 250 börn á grunnskólaaldri upp í 10. bekk.

Lesa fréttina
16.07.2013

Bygging fjölbýlishúsa

Bygging 15 lítilla fjölbýlishúsa er hafin í Urriðaholti. Átta verktakafyrirtæki standa að byggingu húsanna og er jarðvegsframkvæmdum lokið. Alls verða 103 íbúðir í fjölbýlishúsunum, en þær rísa við Holtsveg með útsýni yfir Urriðavatn, Hafnarfjörð og út á Reykjanes.

Lesa fréttina
3.09.2012

Betri strætósamgöngur við Urriðaholt

Leiðakerfi Strætó er nú betur tengt við Urriðaholt en áður. Komin er bein tenging við Mjóddina og skiptir mestu að þaðan eru allir vegir færir. Leið 21 ekur nú alla daga vikunnar á hálftíma fresti nema sunnudaga og tekur ferðin einungis 9 mínútur.

Lesa fréttina
25.04.2012

Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð

Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð, eða svokallaðar blágrænar lausnir, var haldið í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ þann 24. apríl 2012. Málþingið var vel sótt en það sátu um 80 manns. Málþingið var haldið á vegum Garðabæjar, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet í Þrándheimi, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Urriðaholts og Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ).

Lesa fréttina
13.04.2012

Lífsgæði í blágrænu umhverfi í Urriðaholti

Urriðaholt tekur þátt í málþingi um blágrænar lausnir í meðhöndlun yfirborðsvatns sem haldið verður mánudaginn 23. apríl 2012 kl. 15:00 í húsnæði Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti. Þar mun m.a. Halldóra Hreggviðsdóttir kynna blágrænar lausnir í Urriðaholti. Skráning fer fram á gardabaer@gardabaer.is.

Lesa fréttina
30.12.2011

Fornleifar í Urriðaholti

Á aðalfundi Hins íslenzka fornleifafélags þann 8. desember 2011 hélt Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur erindi um fornleifauppgröft í Urriðakoti. Fram kom að þar hafa fundist minjar sem tengjast seljabúskap á 10 og 11 öld og nokkra metra þar frá minjar frá miðöldum.

Lesa fréttina
9.03.2011

Þúsundir komu í opið hús hjá Náttúrufræðistofnun

Þrátt fyrir ausandi rigningu og hvassviðri komu 5-6 þúsund manns í opið hús hjá Náttúrufræðistofnun Íslands í Urriðaholti laugardaginn 5. mars. Húsið var þéttfullt af fólki allan daginn, ekki síst barnafjölskyldum. Mikill áhugi var fyrir hinum fjölbreyttu fræðastörfum sem fram fara hjá Náttúrufræðistofnun og höfðu starfsmenn vart undan að svara spurningum.

Lesa fréttina
19.12.2010

Náttúrufræðistofnun Íslands tekur til starfa í Urriðaholti

Náttúrufræðistofnunar Íslands opnaði formlega í nýjum heimkynnum í Urriðaholti föstudaginn 17. desember. Nýja húsið er sérstaklega hannað fyrir starfsemi stofnunarinnar og er fyrsti vísir að uppbyggingu fjölbreyttrar skrifstofu- og þjónustustarfsemi í Urriðaholti. Jón Gunnar Ottósson, forstjóri Náttúrufræðistofnunar Íslands, sagði við opnunina að hin nýju heimkynni í Urriðaholti væru mikið framfaraspor, ekki síst þegar kemur að öruggri varðveislu verðmætra náttúrusýna og aðgengi að þeim til rannsókna.

Lesa fréttina
14.06.2010

Borað fyrir jarðskautum fyrir 5-víra rafkerfið

Borun er lokið fyrir sjö jarðskautum í Urriðaholti til að tryggja sem bestar jarðtengingar fyrir 5-víra dreifikerfi rafmagns í hverfinu. Borað hefur verið niður á allt að 80 metra dýpi til að ná sem bestum árangri. Brynjólfur Snorrason hjá Orkulausnum hefur umsjón með verkefninu í samstarfi við Hitaveitu Suðurnesja. Brynjólfur hefur í gegnum tíðina verið mikill baráttumaður fyrir því að draga úr svokallaðri rafmengun, sem skapast oftast vegna lélegra jarðtenginga og ónógrar spennujöfnunar.

Lesa fréttina
13.04.2010

Fyrstu íbúarnir fluttir í Urriðaholtið

Fjölskylda Hafsteins Guðmundssonar og Steinunnar Bergmann er sú fyrsta sem flytur í Urriðaholtið, nánar tiltekið í einbýlishúsið að Keldugötu 7. Af því tilefni kom Jón Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf. í heimsókn og færði fjölskyldunni glaðning um leið og hann óskaði þeim til hamingju með að vera fyrst til að flytja í þetta nýjasta hverfi Garðabæjar.

Lesa fréttina
24.02.2010

Gæði raforku í Urriðaholti tryggð með 5-víra kerfi

Hitaveita Suðurnesja og fyrirtækið Orkulausnir hafa undanfarin misseri unnið að því að tryggja það sem kalla má gæði raforkudreifingar í Urriðaholti. Aðgerðirnar draga úr líkum á svokallaðri rafmengun, sem getur valdið ýmsum vandkvæðum fyrir fólk og dýr, jafnt sem ótímabæru sliti og bilunum í raftækjum.

Lesa fréttina
28.09.2009

Nýr bæklingur um Urriðaholt og nágrenni

<p>Nágrenni og náttúru Urriðaholts eru gerð ítarleg skil í nýjum bæklingi sem gefinn hefur verið út af Urriðaholti ehf. Í bæklingnum er kort af áhugaverðum stöðum í nágrenninu, svo og kort af Búrfellshrauni. <br /> Ítarlega er sagt frá Urriðavatni og fjölbreyttu lífríki þess, Búrfellshrauni og sögu og minjum svæðisins. Einnig er kort yfir helstu örnefnin í kring um Urriðaholt og myndir af merkum áfangastöðum. <br /> </p>

Lesa fréttina
8.05.2009

Samið um uppbyggingu á “5-víra” rafkerfi í Urriðaholti

Fulltrúar Garðabæjar, Urriðaholts og Hitaveitu Suðurnesja undirrituðu í gær samkomulag um að svokallað “5-víra” rafkerfi verði lagt í vesturhluta Urriðaholts. Um er að ræða tilrauna- og þróunarverkefni sem Urriðaholt ehf. styrkir fjárhagslega, en Hitaveita Suðurnesja annast framkvæmdir.

Lesa fréttina
4.09.2008

Kynning á teikningum skólabygginga í Urriðaholti

Við boðum hér með þá sem tóku þátt í hugmyndavinnu vegna hönnunar skóla- og íþróttamannvirkja á Urriðaholti, skólastjórnendur í Garðabæ og aðra áhugasama til kynningar á teikningum Arkitema arkitektarstofnunnar á leik- og grunnskóla ásamt íþróttamannvirkjum á Urriðaholti.

Lesa fréttina
16.05.2008

Táknatréð sprettur upp

Listaverkið Táknatréð verður reist efst í Urriðaholti í þessari viku. Táknatréð er fyrsta mannvirkið sem rís í Urriðaholti, en það er samstarfsverkefni Gabríelu Friðriksdóttur og frönsku hönnuðanna/listamannanna Mathias Augustyniak og Michael Amzalag, einu nafni M/M.

Lesa fréttina
25.03.2008

Náttúrufræðihús á Jónasartorgi

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Náttúrufræðistofnun Íslands verði í nýju 3.500 fermetra húsi við aðkomuna, vestast í Urriðaholti. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið náttúrufræðistofnunar eftir varanlegum heimkynnum, en stofnunin hefur verið í leiguhúsnæði við Hlemm í tæpa fimm áratugi.

Lesa fréttina
19.03.2008

LivCom á Íslandi

Allt það sem við gerum heimavið til að bæta umhverfið og lífsgæðin skila sér á heimsvísu. Þetta segir Alan Smith, framkvæmdastjóri alþjóðasamtakanna Livable Communities. Alan var hér á landi til að kynna áherslur samtakanna Livable communities – eða LivCom – fyrir íslensku sveitarstjórnarfólki. Hann hélt erindi í golfskálanum á Urriðavelli fyrir rúmlega 50 áhugasama starfsmenn sveitarfélaga og kjörna fulltrúa auk arkitekta og skipulagsfræðinga.

Lesa fréttina
7.03.2008

Urriðaholt í undanúrslit hjá UDG

Skipulagssamtökin Urban Design Group hafa valið Urriðaholt í undanúrslit í nýrri verðlaunasamkeppni. Átta skipulagsverkefni urðu fyrir valinu og hafa þau verið kynnt undanfarin misseri í tímaritinu Urban Design, sem er gefið út í Bretlandi.

Lesa fréttina
28.02.2008

Fundur um uppbyggingu skóla í Urriðaholti

Vinnuhópur sem hefur unnið að þróun hugmynda um hönnun skóla- og íþróttamannvirkja í Urriðaholti hefur skilað umsögn sinni. Þar er lögð áhersla á að skólinn verði hjarta samfélagsins og skólastarfið hafi umhverfissjónarmið að leiðarljósi, sé skapandi og hafi rík tengsl við grenndarsamfélagið.

Lesa fréttina
14.02.2008

Aukið jarðsamband í Urriðaholti

Dreifikerfi rafmagns í Urriðaholti verður svokallað 5-víra kerfi, í stað hefðbundins 4-víra kerfis. Tilgangurinn er að auka jarðsamband í dreifikerfinu og draga þannig úr líkum á ójöfnu flæði rafmagns.

Lesa fréttina
28.11.2007

Urriðaholt fær verðlaun á LivCom

Rammaskipulag fyrir Urriðaholt í Garðabæ fékk í vikunni verðlaun fyrir áherslu á lífsgæði í borgarskipulagi, frá alþjóðlegu samtökunum Livcom. Þetta er mikill heiður fyrir það starf sem unnið hefur verið í tengslum við skipulagsvinnu í Urriðaholtinu og þær áherslur sem þar hafa verið lagðar í skipulagi.

Lesa fréttina
31.10.2007

Umhverfisstefna samþykkt fyrir skólana

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar hefur samþykkt sérstaka umhverfisstefnu fyrir skólahald í Urriðaholti. Kjarni hennar er að umhverfi og samfélag endurspeglist í starfsemi og mannvirkjum í Urriðaholti.

Lesa fréttina
31.10.2007

Opin hugmyndavinna um skólastarfið

Garðabær og Urriðaholt ehf. auglýstu nýlega eftir áhugasömu fólki til að taka þátt í hugmyndavinnu vegna undirbúnings hönnunar á skólabyggingum, íþróttaaðstöðu og fleiru í Urriðaholti. Gert er ráð fyrir að vinnuhópurinn hittist fimm sinnum og skili að því loknu tillögum sínum. Fyrsti fundur vinnuhópsins var um miðjan október.

Lesa fréttina
31.08.2007

Urriðaholt í lokaúrslit LivCom

Skipulag Urriðaholts í Garðabæ hefur verið valið í lokaúrslit LivCom verðlaunanna, en það eru alþjóðleg umhverfisverðlaun sem eru veitt með stuðningi Umhverfisstofnunar Sameinuðu þjóðanna.

Lesa fréttina
15.05.2007

Skipulagið verðlaunað

Rammaskipulag fyrir Urriðaholt, þar sem sleginn er nýr tónn í skipulagi byggðar á Íslandi, hefur fengið verðlaun frá Boston Society of Architects (BSA). Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi skipulag, sem unnið hefur verið frá grunni með sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.

Lesa fréttina