14.06.2019

Flogið yfir Urriðaholt - myndband

Einar Þór Einarsson íbúi í Urriðaholti hóf myndatökudróna á loft í byrjun júní til að varpa ljósi á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað í Urriðaholti. En ekki síður til að skoða svæðin sem eru sem óðast að bætast við. Við kunnum Einari Þór bestu þakkir fyrir að leyfa okkur að deila þessari skemmtilegu flugferð. Smellið á ferninginn í hægra horni niðri til að sjá myndina í fullri skjástærð.

Njótið útsýnisins yfir Urriðaholt í þessari áhugaverðu flugferð Einars Þórs Einarssonar