3.09.2012

Betri strætósamgöngur við Urriðaholt

Leiðakerfi Strætó er nú betur tengt við Urriðaholt en áður. Komin er bein tenging við Mjóddina og skiptir mestu að þaðan eru allir vegir færir.

Leið 21 ekur nú alla daga vikunnar á hálftíma fresti nema sunnudaga og tekur ferðin einungis 9 mínútur. Þetta er að sjálfsögðu veruleg samgöngubót fyrir hátt í þá 500 manns sem nú þegar starfa í Urriðaholti og ennfremur mun þetta skipta máli við uppbyggingu íbúðarbyggðar í hverfinu.

Straetoskilti IMG 0064