28.09.2009

Nýr bæklingur um Urriðaholt og nágrenni

Nágrenni og náttúru Urriðaholts eru gerð ítarleg skil í nýjum bæklingi sem gefinn hefur verið út af Urriðaholti ehf. Í bæklingnum er kort af áhugaverðum stöðum í nágrenninu, svo og kort af Búrfellshrauni.

Ítarlega er sagt frá Urriðavatni og fjölbreyttu lífríki þess, Búrfellshrauni og sögu og minjum svæðisins. Einnig er kort yfir helstu örnefnin í kring um Urriðaholt og myndir af merkum áfangastöðum.

Kort af Urriðaholti og nágrenni sýnir mjög vel hversu stutt er í guðsgræna náttúruna allt í kring. Sýndar eru nokkrar áhugaverðar gönguleiðir innan og utan Urriðaholts, frá 2 til 7 km að lengd.Á kortinu kemur einnig fram hvers stutt er í verslun, þjónustu og góðar samgönguleiðir.

Hægt er að nálgast bæklinginn á bæjarskrifstofum Garðabæjar og á skrifstofu Urriðaholts ehf. að Laugavegi 182, en einnig er hægt að skoða hann hér á vefnum eða sem PDF skjal.

Tengt efni