3.02.2020

Bygging að rísa við Urriðaholtsstræti 2-4

Framkvæmdir við nýtt hús að Urriðaholtsstræti 2-4 eru að hefjast. Um er að ræða 2.500 fermetra skrifstofu- og þjónustuhúsnæði á 3-4 hæðum. Á jarðhæð er gert ráð fyrir verslun og þjónustu sem m.a. muni nýtast íbúum í Urriðaholti. Á efri hæðum verða skrifstofur. Byggingin er staðsett í aðkomu hverfisins á mótum Holtsvegar og Urriðaholtsstrætis og er því mikil áhersla lögð á vandaða hönnun hennar og allan frágang lóðar. Listaverkið Táknatréð stóð á lóðinni en hefur nú verið flutt í geymslu tímabundið þar til því verður fundinn annar staður í Urriðaholti.

Urriðaholt ehf. stendur að byggingu hússins og er gert er ráð fyrir að það verði tilbúið sumarið 2021.

Urriðaholtsstræti 2 4
Tölvugerð mynd af útliti nýja hússins við Urriðaholtsstræti 2-4.

Tengt efni