28.06.2019

Bílaþvottur í Urriðaholti skaðar vatnið

Í tilefni af umræðum og fyrirspurnum þá er rétt að benda á að sérstakar reglur gilda um bílaþvott í Urriðaholti. Tilgangur þeirra er að vernda umhverfið og lífríki vatnsins. Ofanvatni er veitt niður í jarðveginn í Urriðaholti og áfangastaður vatnsins er Urriðavatn, þess vegna er þvottur á bílaplönum íbúa sérstaklega skaðlegur umhverfinu.

Íbúar eru hvattir til að kynna sér reglurnar og leggjast á eitt um að tryggja viðhald lífríkis Urriðavatns.

Bílaþvottur

Tengt efni