21.01.2020

Tillaga að deiliskipulagi norðurhluta 4 (áður austurhluti 2 og viðskiptastræti)

Bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti þann 19. desember 2019 að auglýsa tillögu að deiliskipulagi fyrir norðurhluta 4 í Urriðaholti. Íbúum Urriðaholts og öðrum hagsmunaaðilum gefst nú tækifæri til að gera formlegar athugasemdir við tillöguna og skal skila þeim inn á bæjarskrifstofur Garðbæjar fyrir 5. mars 2020. Öllum innsendum athugasemdum verður svarað.

Tillagan var forkynnt vorið 2019 og var haldinn sérstakur kynningarfundur þann 7. maí. Tvær ábendingar bárust um tillögudrögin, annarsvegar um hæð atvinnuhúsnæðis og hinsvegar um vernd trjágróðurs innan svæðisins. Brugðist var við ábendingum með því að lækka hæð atvinnuhúsnæðis við Urriðaholtsstræti 9 um eina hæð og láta vinna gróðurgreiningu þar sem áhrif skipulagsins á skógrækt á svæðinu er metin. Dregið var úr því svæði sem fer undir byggð og stærra skógarsvæði haldið óröskuðu. Gróðurgreiningin er fylgiskjal með deiliskipulagstillögunni.

Tillöguna og ýmis fylgigögn hennar er að finna undir "Ítarefni" á vefsíðu Urriðaholts með eftirfarandi PDF skrár. Fyrir neðan myndina í þessari frétt eru einnig beinar slóðir á hvert og eitt skjal.

Greinargerð
Greinargerð deiliskipulagstillögunnar, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur og ferli skipulagsins, greiningarvinnu, stefnumörkun og skipulagsskilmála. Með greinagerðinni fylgja uppdrættir og snið.

Gróðurgreining
Fylgiskjal með deiliskipulaginu sem segir sögu trjáræktar á svæðinu og metur áhrif skipulagsins á trjágróður á svæðinu fyrir og eftir framkvæmdir. Jafnframt eru þar gerðar tillögur hvernig nýta megi skóginn sem útivistarsvæði fyrir íbúa í Urriðaholti.

Yfirlitsuppdráttur
Uppdráttur sem sýnir norðurhluta 4 í samhengi við heildarskipulag Urriðaholts

Deiliskipulagsuppdráttur
Uppdráttur sem sýnir afmörkun einstakra byggingareita o.fl.

Skýringauppdráttur
Uppdráttur sem sýnir meginlínur skipulagsins, götur, hús, bílastæði, hæðalínur o.fl.

Skýringaruppdráttur – snið
Uppdráttur sem sýnir snið og hæðarsetningar einstakra bygginga í landi m.v. valin snið sem framkoma á skýringaruppdrætti.

Breytt skipulag norðurhluti 4
Tölvuteiknuð mynd af skipulagstillögunni fyrir norðurhluta 4. Efst á myndinni sést í hús Náttúrufræðistofnunar við Urriðaholtsstræti.

Tengt efni