7.03.2008

Urriðaholt í undanúrslit hjá UDG

Skipulagssamtökin Urban Design Group hafa valið Urriðaholt í undanúrslit í nýrri verðlaunasamkeppni. Átta skipulagsverkefni urðu fyrir valinu og hafa þau verið kynnt undanfarin misseri í tímaritinu Urban Design, sem er gefið út í Bretlandi. Urban Design Group eru samtök þeirra sem starfa við skipulagsmál í Bretlandi. Urban Design Group voru stofnuð fyrir þremur áratugum og eru öflugustu samtök sinnar tegundar. Starfsemi þeirra nær nú jafnframt til fagfólks í öðrum löndum. Verkefnin átta eru kynnt fyrir félögum UDG í tímariti samtakanna, sem kemur út mánaðarlega. Fjallað var um Urriðaholt í tölublaðinu sem kom út eftir síðustu áramót. Þegar öll verkefnin hafa verið kynnt, verður efnt til atkvæðagreiðslu meðal félaga í Urban Design Group um það verkefni sem telst best heppnað.

Tengt efni