30.12.2011

Fornleifar í Urriðaholti

Á aðalfundi Hins íslenzka fornleifafélags þann 8. desember 2011 hélt Ragnheiður Traustadóttir fornleifafræðingur erindi um fornleifauppgröft í Urriðakoti. Fram kom að þar hafa fundist minjar sem tengjast seljabúskap á 10 og 11 öld og nokkra metra þar frá minjar frá miðöldum. Á eldra minjasvæðinu má greina skála og fjós, auk soðholu en á því nýrra eru baðstofa, búr, eldhús og skemma. Nokkrir munir hafa fundist við uppgröftinn, þ.á.m. snældusnúðar, brýni og bökunarhellur. Merkastur er þó e.t.v. silfurhringur frá víkingaöld en aðeins 5 aðrir svipaðir hringir hafa fundist hér á landi.

Vitað var um fornleifarnar þegar byggðin á Urriðaholti var skipulögð og gerir skipulagið ráð fyrir því að fornleifarnar varðveitist.

Urridakot009