1946-1997Félagar í Oddfellow keyptu jörðina Urriðavatn 1946 en gáfu hana síðar til Styrktar- og líknarsjóðs Oddfellow. Næstu áratugir voru tíðindalitlir þar til hugað var að frekari landnýtingu 1987 með útgáfu Hvítbókar.
1997-2005Land var rutt undir golfvöll og ráðist í stígagerð og friðlýsingar. Áform um þekkingarsamfélag og háskóla, Kauptún verður til, Urriðaholt ehf. stofnað og hugað að íbúðabyggð.
2005-2008Metnaðarfullt og verðlaunað rammaskipulag kynnt til sögunnar, deiliskipulag vesturhluta tilbúið og byrjað að leggja vegi og lagnir. Fyrstu lóðir seldar, Táknatréð afhjúpað og byrjað á húsi Náttúrufræðistofnunar.
2008-2012Hægagangur í uppbyggingu en ekkert hik á aðstandendum verkefnisins. Fyrstu íbúar flytja inn 2010. Unnið að deiliskipulagi næstu hverfishluta, götur lagðar, lóðir gerðar tilbúnar og 5-víra kerfið innleitt..
2012-2024Þó svo að fyrstu lóðir hafi selt 2007 liðu fimm ár þar til uppbygging hófst fyrir alvöru og íbúum fór að fjölga. Um leið kom að Garðabæ að láta til sín taka.
2012-2024Urriðaholt byggðist upp á 17 árum í þremur megin áföngum og átti mesta uppbyggingin sér stað síðustu fjögur árin.
2003-2024Lífríki Urriðavatns er verndað með blágrænum ofanvatnslausnum enda felast mikil óáþreifanleg verðmæti í nálægð við útivistarsvæði. Með umhverfisvottunum er stuðlað að staðfestu í náttúruverndinni.
2010-2024Eftir því sem fjölgaði í Urriðaholti fóru íbúar að kynnast gæðum þess betur og tókust um leið - í samvinnu við bæjarfélagið - á við áskoranir á borð við gríðarlega fjölgun barna á leikskólaaldri og vandasaman snjómokstur.
Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowreglunnar ver tekjum af sölu lóða í Urriðaholti til almannaheilla. Þetta gerir reglunni kleift að halda áfram meira en einnar aldar samfelldum stuðningi við góð málefni.
1942-1943Á einu ári frá 1942 til 1943 bjuggu um 500 bandarískir hermenn í Camp Russel herbúðunum í austanverðu Urriðaholti, við Flóttamannaveginn - sem fékk það nafn þó ekki fyrr en löngu síðar.
Búskapur var stundaður í Urriðakoti öldum saman, en jörðin þótti heldur rýr. Elstu rituðu heimildir um búskapinn eru frá 1563.
2004-2025Safn ljósmynda frá uppbyggingu Urriðaholts frá 2004 til 2025 er aðgengilegt á netinu. Miklir leitarmöguleikar eftir árum og efnisorðum og heimilt er að hlaða niður myndum til einkanotkunar.