28.03.2014

Bjartsýnin smitar yfir á síður Morgunblaðsins

Á baksíðu Morgunblaðsins í dag er viðtal við Grím Halldórsson, einn af verktökum við byggingu nýrra fjölbýlishúsa í Urriðaholti. Þar er sagt frá uppbyggingunni sem nú á sér stað í Urriðaholtinu og segir Grímur ekki seinna vænna en að nýjar íbúðir komist á markaðinn til að mæta mikilli eftirspurn. Um leið hvetur Grímur stjórnvöld til að huga að úrræðum fyrir ungt fólk til að geta eignast þak yfir höfuðið, því að svigrúmið sé einfaldlega ekki nógu mikið.

Það er ljóst að bjartsýni er vaxandi um að uppbygging sé að komast í réttar skorður, samanber ummæli Gríms og sú bjartsýni smitast í gegn í umfjöllun Morgunblaðsins.

Morgunblaðið 28 mars 2014

Tengt efni