18.09.2014

Kynningarfundur um vistvottun skipulags í Urriðaholti

Í tilefni af viku vistvænna bygginga 22.-27. september, býður Vistbyggðarráð upp á opinn kynningarfund um vistvottun skipulags skv. alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities. Unnið er eftir því við skipulag Urriðaholts í Garðabæ. Jafnframt verður kynntur nýútkomin bæklingur Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag.

Á síðustu árum hefur vitund almennings um umhverfismál vaxið mjög hratt og hafa skipulagsyfirvöld í auknum mæli lagt áherslu á umhverfis- og samfélagsmál í sinni skipulagsvinnu. Erlendis hafa orðið til alþjóðlegir staðlar sem veita leiðsögn og mæla frammistöðu. Í Evrópu hefur Breeam Communities staðallinn verið leiðandi og nú er í fyrsta sinn á Íslandi unnið eftir þeim staðli við skipulagsvinnu Urriðholts í Garðabæ.

Fundurinn er öllum opinn og verður haldinn í húsnæði Náttúrfræðistofnunar Íslands við Urriðaholtsstræti 6-8, þriðjudaginn 23. sept kl. 16.30-18.00.

Dagskrá:

  • Garðabær - Urriðaholt. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ.
  • Breeam Communities vottunarferlið. Cary Buchanan og Tom Hyde, ráðgjafar hjá Building Research Establishment (BRE).
  • Framkvæmd vottunar í Urriðaholti. Ólöf Kristjánsdóttir, samgönguverkfræðingur hjá Mannviti og matsaðili Breeam Communities vottunar.
  • Vistvænt skipulag og Vistbyggðarráð. Sigríður Björk Jónsdóttir framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs.
  • Fyrirspurnir og umræður
Skipulag Urriðaholts er unnið eftir alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities.
Hrauntangi og vatn 2014 IMG 6177
Náttúran allt um kring í Urriðaholti er ekki síst kveikjan að áherslunum á vistvænt skipulag hverfisins. Myndin er frá hrauntanganum sem liggur út í Urriðavatn.

Tengt efni