26.05.2014

Mikill áhugi á nýjum íbúðum í Urriðaholti

Fjöldi fólks leit inn á kynningu á nýjum íbúðum í Urriðaholti hjá fasteignasölunum Torg og Borg um helgina. Kynningin var þáttur í „Karnivali í Kauptúni“ sem fyrirtækin í Kauptúni stóðu fyrir dagana 24. og 25. maí.

Íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum í Urriðaholti eru komnar í sölu og kynntu fasteignasölurnar þær fyrir gestum og gangandi. Þrátt fyrir óhagstætt veðurfar um helgina var fjöldi manns á ferðinni og sýndu margir þessum nýja og spennandi valkosti í húsnæðismálum áhuga. Einnig var spurt um einbýlishúsa- og parhúsalóðir, en nokkrar slíkar eru enn til sölu í Urriðaholti.

Þó skammt sé síðan kynning og sala á íbúðum hófst, þá er þegar búið að ganga frá sölu á fyrstu íbúðinni í Urriðaholti, að Holtsvegi 31-33.

Nánari upplýsingar um íbúðir og lóðir til sölu er að fá hjá fasteignasölunni Torg, sími 520-9595 og fasteignasölunni Borg, sími 519-5500.

Kynning fasteignasala á karnivali í Kauptúni
Gestir og gangandi á Karnivali í Kauptúni sýndu mikinn áhuga á nýjum íbúðum í Urriðaholti.

Tengt efni