21.05.2014

Fyrsta reisugillið í fjölbýlishúsi í Urriðaholti

Fyrsta fjölbýlishúsið er risið í Urriðaholti í Garðabæ og var því fagnað með viðeigandi reisugilli. Borgarhraun ehf. byggir húsið, sem er að Holtsvegi 23-25, með 18 íbúðum frá 75 til 180 fermetrum að stærð.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar ávarpaði gesti í reisugillinu og sagði einstaklega ánægjulegt að sjá þann kraft sem kominn er í uppbyggingu Urriðaholts. Gunnar sagði að bæjarfélagið fagnaði nýjum íbúum og að bygging skóla í Urriðaholti væri í takt við framkvæmdir í hverfinu, en skólinn mun taka til starfa haustið 2016.

Fleiri fjölbýlishús eru í byggingu í hverfinu og er sala íbúða hafin í tveimur þeirra, að Holtsvegi 23-25 og Holtsvegi 31-33.

Reisugilli 1 IMG 5576
Holtsvegur 23-25 er fyrsta fjölbýlishúsið til að rísa í Urriðaholti.
Reisugilli 1 IMG 5221
Verktakar og bæjarstjóri í reisugilli að Holtsvegi 23-25. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, Kristján Magnason, Hulda Þorsteinsdóttir og Gunnar Einarsson.
1 IMG 5323
Hluti af kjarnorkuliðinu sem unnið hefur að byggingu hússins. Frá vinstri: Daníel Karl Sveinbjörnsson, Ívar Bergmundsson, Krzysztof Kubis, Arnar Ström Viktorsson, Júlíus Karlsson, Arnar Sveinsson, Helgi Skúli Helgason, Þóroddur Skúlason og Marcin Andruk.
Reisugilli 2 IMG 5288
Lengsta gjöfin. Við þetta tilefni afhenti Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., Þorsteini Pálssyni 3 metra langa „panorama“ mynd af útsýninu ofan af Urriðaholti.
Reisugilli 4 IMG 5307
Arkitektar hússins. Baldur Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson hjá arkitektastofunni Úti og inni.
2 IMG 5331
Byggingarstarfsmenn láta sig ekki vanta í reisugilli, enda er þetta þeirra dagur. Frá vinstri: Guðmundur Árnason, Shkelzen Hilaj, Guðlaugur Hannesson, Andri Ástráðsson, Tryggvi Svansson, Helgi Valur Gylfason, Arnar Jóhann Ragnarsson, Magni Kristjánsson, In