Fyrsta reisugillið í fjölbýlishúsi í Urriðaholti

Fyrsta fjölbýlishúsið er risið í Urriðaholti í Garðabæ og var því fagnað með viðeigandi reisugilli. Borgarhraun ehf. byggir húsið, sem er að Holtsvegi 23-25, með 18 íbúðum frá 75 til 180 fermetrum að stærð.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar ávarpaði gesti í reisugillinu og sagði einstaklega ánægjulegt að sjá þann kraft sem kominn er í uppbyggingu Urriðaholts. Gunnar sagði að bæjarfélagið fagnaði nýjum íbúum og að bygging skóla í Urriðaholti væri í takt við framkvæmdir í hverfinu, en skólinn mun taka til starfa haustið 2016.

Fleiri fjölbýlishús eru í byggingu í hverfinu og er sala íbúða hafin í tveimur þeirra, að Holtsvegi 23-25 og Holtsvegi 31-33.

Holtsvegur 23-25 er fyrsta fjölbýlishúsið til að rísa í Urriðaholti.
Verktakar og bæjarstjóri í reisugilli að Holtsvegi 23-25. Frá vinstri: Þorsteinn Pálsson, Kristján Magnason, Hulda Þorsteinsdóttir og Gunnar Einarsson.
Hluti af kjarnorkuliðinu sem unnið hefur að byggingu hússins. Frá vinstri: Daníel Karl Sveinbjörnsson, Ívar Bergmundsson, Krzysztof Kubis, Arnar Ström Viktorsson, Júlíus Karlsson, Arnar Sveinsson, Helgi Skúli Helgason, Þóroddur Skúlason og Marcin Andruk.
Lengsta gjöfin. Við þetta tilefni afhenti Jón Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri Urriðaholts ehf., Þorsteini Pálssyni 3 metra langa „panorama“ mynd af útsýninu ofan af Urriðaholti.
Arkitektar hússins. Baldur Svavarsson og Jón Þór Þorvaldsson hjá arkitektastofunni Úti og inni.
Byggingarstarfsmenn láta sig ekki vanta í reisugilli, enda er þetta þeirra dagur. Frá vinstri: Guðmundur Árnason, Shkelzen Hilaj, Guðlaugur Hannesson, Andri Ástráðsson, Tryggvi Svansson, Helgi Valur Gylfason, Arnar Jóhann Ragnarsson, Magni Kristjánsson, In