1.05.2014

Sala fyrstu íbúða að hefjast í Urriðaholti

Sala fyrstu íbúða í fjölbýli er að hefjast í Urriðaholti. Um tímamót er að ræða í hverfinu og er gert ráð fyrir hraðri uppbyggingu þess á næstu árum. Meðal annars mun nýr skóli taka til starfa í Urriðaholti haustið 2016.

Fyrstu íbúarnir fluttu í Urriðaholt árið 2010 og framkvæmdir við fyrstu fjölbýlishúsin hófust í fyrra. Þær íbúðir sem nú koma í sölu eru að Holtsvegi 31-33, en þar er um að ræða 18 íbúðir frá 85 til 150 fermetrar að flatarmáli.

Þegar Urriðaholt verður fullbyggt er reiknað með að íbúar verði um 5 þúsund talsins og fjöldi íbúða um 1.500. Skipulag Urriðaholts tekur mið af nálægðinni við einstök og náttúrurík landgæði, en þar á meðal má nefna útsýni yfir Urriðavatn og afar fjölbreytta möguleika til útivistar. Leiðarljós skipulagsins er aðlaðandi borgarumhverfi sem skapar umgjörð um lífsgæði og fjölbreytt mannlíf í samspili við einstaka náttúru svæðisins. Þess má geta að skipulagið hefur hlotið fjölmörg verðlaun, þar á meðal hin alþjóðlegu lífsgæðaverðlaun LivCom og skipulagsverðlaun Boston Society of Architects.

Forsida 3
Hröð uppbygging á sér nú stað í Urriðaholti.
Forsida 7
Skipulag Urriðaholts tekur mið af hinu náttúruríka umhverfi.
Forsida 2
Fyrstu íbúðirnar sem koma í sölu í Urriðaholti eru að Holtsvegi 31-33.