Myndasafn uppbyggingaráranna

Safn ljósmynda frá uppbyggingu Urriðaholts frá 2004 til 2025 er aðgengilegt á netinu. Miklir leitarmöguleikar eftir árum og efnisorðum og heimilt er að hlaða niður myndum til einkanotkunar.

Urriðavatn og næsta nágrenni árið 2015. Ljósmyndari Sveinn Speight.

Ljósmyndasíða Urriðaholts, myndir frá 2004 til 2025 

Elstu myndirnar sem hægt er að skoða á ljósmyndasíðunni eru teknar úr lofti 2004 af óbyggðu Urriðaholti og Kauptúni. Myndasafninu er skipt niður í nokkra meginkafla, en auk þess er hægt að leita eftir öllum efnisorðum (keywords) sem skráðar hafa verið í myndirnar, svo og ártölum og mánuðum. Myndirnar eru í fullri upplausn og er öllum heimilt að hlaða þeim niður til einkanota. Myndirnar eru í aldursröð, frá þeim elstu til þeirra nýjustu.

Hér geturðu skoðað myndasafnið

Image
Image
Image
Image

Efnisorð og meiri upplýsingar

Með flestum myndanna eru skráð efnisorð um staðsetningu í Urriðaholti, hvernig myndefnið tengist (t.d. er mikið af myndunum merktar framkvæmdum). Leitin í myndasafninu notar bæði heiti myndarinnar og efnisorðin í henni. Hægt er að sjá efnisorð (keywords) myndanna með því að smella á i-tákn í hring (photo details) vinstra megin við myndina. 

Viðbúið er að einhverjar myndanna séu ekki staðfærðar rétt. Mögulega hafa íbúar í Urriðaholti meiri upplýsingar um myndina en koma fram í efnisorðum. Hægt er að setja inn athugasemd (comment) við hverja mynd með meiri upplýsingum. Til þess að geta sett inn athugasemd þarf annaðhvort að skrá sig inn á Smugmug myndasíðuforritið eða með Google (Gmail) aðgangi.

Image
Image
Image