Skipulagsgögn

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - greinargerð og uppdrættir

Greinargerð deiliskipulagstillögunnar, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur og ferli skipulagsins, greiningarvinnu, stefnumörkun og skipulagsskilmála. Með greinagerðinni fylgja uppdrættir og snið.

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - gróðurgreining

Fylgiskjal með deiliskipulaginu sem segir sögu trjáræktar á svæðinu og metur áhrif skipulagsins á trjágróður á svæðinu fyrir og eftir framkvæmdir. Jafnframt eru þar gerðar tillögur hvernig nýta megi skóginn sem útivistarsvæði fyrir íbúa í Urriðaholti.

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - yfirlitsuppdráttur

Uppdráttur sem sýnir norðurhluta 4 í samhengi við heildarskipulag Urriðaholts.

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - deiliskipulagsuppdráttur

Uppdráttur sem sýnir afmörkun einstakra byggingareita o.fl.

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - skýringaruppdráttur

Uppdráttur sem sýnir meginlínur skipulagsins, götur, hús, bílastæði, hæðalínur o.fl.

Deiliskipulag 4. áfanga norðurhluta - skýringaruppdráttur - snið

Uppdráttur sem sýnir snið og hæðarsetningar einstakra bygginga í landi m.v. valin snið sem framkoma á skýringaruppdrætti.

Deiliskipulag 1. áfanga austurhluta - greinargerð og uppdrættir

Greinargerð deiliskipulags 1. áfanga austurhluta Urriðaholts, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur skipulagsins, stefnu og skipulagsákvæði. Með greinargerðinni fylgja skýringaruppdrættir, yfirlitsuppdráttur og snið.

Deiliskipulag 1. áfanga austurhluta Urriðaholts - uppdráttur deiliskipulags

Uppdráttur deiliskipulags austurhluta.

Deiliskipulag norðurhluta 3. áfangi og háholt - greinargerð og uppdrættir

Greinargerð deiliskipulagstillögu 3. áfanga norðurhluta Urriðaholts, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur skipulagsins, stefnu og skipulagsákvæði. Með greinargerðinni fylgja skýringaruppdrættir, yfirlitsuppdráttur og snið.

Deiliskipulag norðurhluta 3. áfangi - uppdráttur deiliskipulags

Uppdráttur deiliskipulagstillögunnar.

Deiliskipulag vesturhluta

Greinargerð deiliskipulags vesturhluta Urriðaholts í heild sinni, þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur skipulagsins, stefnu og skipulagsákvæði.

Deiliskipulag vesturhluta - breytingar

Breytingar sem gerðar hafa verið á almennum skilmálum skipulags. Í sumum tilfellum hafa einnig verið gerðar breytingar á sérskilmálum einstakra fjölbýlishúsalóða en þær eru ekki tilgreindar hér enda uppbygging hafin á þeim lóðum.

Deiliskipulag Mosagötu

Greinargerð tillögu um deiliskipulagsbreytingu á Mosagötu.

Deiliskipulag norðurhluta 1. áfangi

Greinagerð deiliskipulags fyrsta áfanga norðurhluta Urriðaholts þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur skipulagsins, stefnu og skipulagsákvæði.

Deiliskipulag norðurhluta 2. áfangi

Greinagerð deiliskipulags fyrir 2. áfanga norðurhluta þar sem m.a. koma fram upplýsingar um forsendur skipulags, stefnu og skipulagsákvæði.

Deiliskipulag Urriðaholtsstrætis

Greinargerð deiliskipulags fyrir fyrsta áfanga Urriðaholtsstrætis, þar sem gert er ráð fyrir uppbyggingu atvinnuhúsnæðis í aðlaðandi viðskiptaumhverfi. Fram koma m.a. markmið og forsendur, útfærsla og skilmálar skipulagsins.

Rammaskipulag Urriðaholts

Greinargerð rammaskipulags fyrir Urriðaholt í heild sinni. Í rammaskipulaginu er mótuð umgjörð um byggð í Urriðaholti, sem er svo nánar útfærð í deiliskipulagi einstakra hluta hverfisins.

Framkvæmdagögn

Frágangur lagna á lóðum

Yfirlit og leiðbeiningar fyrir hönnuði og verktaka með áherslu á meðferð ofanvatns.

Dæmi um tengingu heimtaugar í Urriðaholti

Leiðbeiningar til rafverktaka

Yfirlit kvaða krafna og heimilda

Hér er yfirlit yfir ýmis atriði sem snúa að skipulagi í Urriðaholti. Sumt í skipulagi Urriðaholts er frábrugðið því sem hefðbundið er og eru hönnuðir hvattir til að kynna sér skipulagsskilmála í upphafi verks

Gátlisti austurhluta 1

Gátlistinn er vinnuskjal fyrir hönnuði og umsagnaraðila skipulagsákvæða, sem skal skila á rafrænu formi með hönnunargögnum við umsókn um byggingarleyfi. Skjalið er á Word formi og þarf að hlaða því niður. Smellið á "Opna PDF" til að ná í skjalið.

Gátlisti vesturhluta

Gátlistinn er vinnuskjal fyrir hönnuði og umsagnaraðila skipulagsákvæða, sem skal skila á rafrænu formi með hönnunargögnum við umsókn um byggingarleyfi. Skjalið er á Word formi.

Gátlisti norðurhluta 2

Gátlistinn er vinnuskjal fyrir hönnuði og umsagnaraðila skipulagsákvæða, sem skal skila á rafrænu formi með hönnunargögnum við umsókn um byggingarleyfi. Skjalið er á Word formi.

Gátlisti norðurhluta 3

Gátlistinn er vinnuskjal fyrir hönnuði og umsagnaraðila skipulagsákvæða, sem skal skila á rafrænu formi með hönnunargögnum við umsókn um byggingarleyfi. Skjalið er á Word formi.

Gátlisti norðurhluta 4

Umhverfisleiðbeiningar

Leiðbeiningunum er ætlað að veita yfirlit yfir helstu umhverfisáherslur í Urriðaholti og atriði sem nauðsynlegt eða æskilegt er að taka tillit til við hönnun mannvirkja og framkvæmdir á svæðinu.

Staðarvísir fyrir Urriðaholt

Leiðarljós í umhverfishönnun í Urriðaholti, hugmyndir um útfærslur og hjálpargagn við ákvarðanatöku.

Umgengnisreglur á byggingarstað

Umgengnisreglurnar eru settar fram af Garðabæ sem liður í því að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum á Urriðavatn og nágrenni þess, vegna framkvæmda í Urriðaholti.

Hljóðvistarútreikningar vesturhluta

Mat á hljóðstigi frá umferð í vesturhluta Urriðaholts, mælt við Holtsveg.

Ýmsar skýrslur

Fornleifaskráning

Ítarleg fornleifaskráning hefur verið gerð af jörðinni Urriðakoti í Urriðaholti, en fyrstu heimildir um jörðina eru frá 16.öld. Sérstakt tillit er tekið til bæjarstæðis Urriðakots í skipulagi Urriðaholts.

Grunnrannsókn á lífríki Urriðavatns

Skýrsla Náttúrufræðistofu Kópavogs um grunnrannsókn á lífríki Urriðavatns, sér í lagi gróðri og smádýralífi. Í skýrslunni kemur m.a. fram að Urriðavatn er sérlega gróskumikið og lífríkt vatn með mikinn einstaklings- og tegundafjölda á íslenskan mælikvarða.

Fiskistofnar Urriðavatns – lífshættir og sérstaða

Í Urriðavatni lifa bæði urriði og hornsíli. Í þessari skýrslu Veiðimálastofnunar er fjallað rannsóknir á stofnum þessara fiska í vatninu og helstu niðurstöður.

Vatnafar við Urriðakotsvatn

Í þessari skýrslu, sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum (ISOR), er greint er frá niðurstöðum rannsókna á vatnafari við Urriðavatn árið 2005.

Örnefni í Urriðaholti

Afar fróðleg samantekt fræðimanna um öll þekkt örnefni í Urriðaholti og nánasta umhverfi.

Aðaluppdrættir Urriðaholtsstræti 2-4

Byggingarlýsing, fjarvíddarmyndir, afstöðumyndir, grunnmyndir, snið, fjarvíddarmyndir og sneiðingar.

Tillaga Trípólí+Krads að kennileitishúsi í Urriðaholti

Samningar um uppbyggingu

Samstarfssamningur milli Urriðaholts og Garðabæjar

Samstarfssamningur Garðabæjar og Urriðaholts um uppbyggingu byggðar á Urriðaholti, s.s. varðandi verkaskiptingu o.fl. Samningurinn nær til þess svæðis sem skilgreint er í rammaskipulagi Urriðaholts.

Fylgiskjöl með samstarfssamningi

Fylgiskjöl með samstarfssamningi Garðabæjar og Urriðaholts um uppbyggingu byggðar á Urriðaholti, m.a. yfirlit yfir húsagerðir, áætlun um uppbyggingu svæðisins, fyrirkomulag sameiginlegra útboða o.fl.

Söluskilmálar byggingarréttar í vesturhluta

Söluskilmálar byggingarréttar í vesturhluta Urriðaholts, s.s. varðandi skipulag, lóðarleigusamninga, byggingarleyfi, tímafresti o.fl.

Söluskilmálar byggingarréttar í norðurhluta

Söluskilmálar byggingarréttar í norðurhluta Urriðaholts. Skilmálarnir taka til skipulags, lóðarleigusamninga, byggingarleyfi, tímafresti o.fl.

Annað

Velkomin í Urriðaholt - kynningarbæklingur (2015)

Bæklingur um Urriðaholt og það sem hverfið hefur upp á að bjóða: hugsjón um að íbúabyggð eigi að hámarka lífsgæði fólksins sem býr þar í sátt við náttúruna í kring og umhverfið allt. Urriðaholt er þéttbýli í náinni tengingu við nokkur helstu útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, ósnortna náttúru og góðar samgönguæðar sem stytta leiðir í allar áttir. Velkomin í Urriðaholt!

Útvarpsviðtal um skipulag Urriðaholts

Lísa Pálsdóttir ræðir í þættinum Flakk á Rás 1 um skipulag og uppbyggingu Urriðaholts. Lísa ræðir við Egil Guðmundsson arkitekt frá Arkís, en hann er einn höfunda deiliskipulags hverfisins.Ennfremur við Gunnar Einarsson bæjarstjóra Garðabæjar og Baldur Ó. Svavarsson arkitekt hjá Úti og inni, en hann hannaði m.a. Urriðaholtsskóla. Þátturinn var á dagskrá RÚV 13. apríl 2019.

Ný hugsun í nýju hverfi (kynningarbæklingur 2013)

Umhverfi og náttúru Urriðaholts eru gerð ítarleg skil í þessum bæklingi.

Umhverfisáherslur

Kynningarbæklingur um umhverfisáherslur í Urriðaholti

Um Urriðaholt ehf

Upplýsingar um eignarhald, stjórn félagsins o.fl.

Kort af gönguleiðum og örnefnum í nágrenni Urriðaholts

Kortið sýnir göngu- og reiðleiðir frá Urriðaholti suður að Helgafelli, ásamt helstu örnefnum á svæðinu

Kort af Urriðaholti

Kortið er á PDF sniði

Fréttatengt

Umferðargreiningar í Urriðaholti

Samantekt Eflu um stöðu samgöngumála í Urriðaholti og framtíðarlausnir

Strætósamgöngur í Urriðaholti

Kynning á strætósamgöngum í Urriðaholti