Svör við spurningum íbúa og annar fróðleikur

Upplýsingar, fróðleikur og svör við spurningum er varða íbúa Urriðholts.

Netfang íbúasamtakanna er urridaholt.ibuar@gmail.com

Stjórn íbúasamtaka Urriðaholts 2021 - 2022

Hafliði Kristinsson - formaður

Sverrir Ingi Ólafsson - varaformaður

Arnheiður Sigurðardóttir - gjaldkeri

Elísabet Maack Pétursdóttir - ritari

Gunnar Örn Hilmarsson - meðstjórnandi

Baldur Árnason - meðstjórnandi

Hjördís Guðný Guðmundsdóttir - meðstjórnandi

Bernharð Maack - varamaður

Halldóra Björk Jónsdóttir - varamaður

Finnur Sveinsson - varamaður

Gísli B. Ívarsson. - varamaður


Tvær strætisvagnaleiðir þjóna Urriðaholti og Kauptúni.

Leið 22 ekur hring um Urriðaholtið og hefur endastöð í Ásgarði í Garðabæ. Vagninn ekur upp Urriðaholtsstræti og niður Holtsveginn með 4 stoppistöðvum. Frá Ásgarði gengur leið 23 út á Álftanes. Leið 24 liggur milli Ásgarðs og Spangarinnar í Grafarvogi.

Leið 21 stoppar í Kauptúni gegnt Ikea. Leiðin liggur á milli Mjóddar og Háholts í Hafnarfirði.

Nánari upplýsingar um tíðni ferða má nálgast á https://www.straeto.is/

Strætóbiðstöðvar
Staðsetning biðstöðva strætó í Urriðaholti. Leið 22 ekur Urriðaholtsstræti og Holtsveg. Leið 22 stoppar í Kauptúni.

Hámarkshraði á öllum götum í Urriðaholti er 30 km/klst.

Urriðaholtsstræti og Holtsvegur er aðalbrautir og gildir biðskylda gagnvart þeim götum. Að öðru leyti gildir hægri réttur í umferð samkvæmt umferðarlögum. Í grunninn þýðir þetta að þegar leiðir tveggja ökutækja skerast, þá skal sá sem hefur hinn á hægri hönd að veita hinum forgang.

Tilgangurinn með áherslu á hægri réttinn fremur en bið- eða stöðvunarskyldu við gatnamót er að stuðla að varkárni ökumanna og auka öryggi vegfarenda. Staðreyndin er sú að ökumenn sýna minni aðgát og fara hraðar þegar þeir telja sig vera í rétti á aðalbraut. Þegar allar umferðargötur eru jafn réttháar hægist sjálfkrafa á umferðinni og ökumenn hafa augun betur opin.

En umfram allt skiptir máli að ökumenn hafi sérstaka aðgát við öll vegamót, eins og tekið er fram í umferðarlögunum.

Ennfremur þarf að taka tillit til þess að Urriðaholt er í uppbyggingu. Óhjákvæmilega kann að þurfa að breyta og loka tímabundið einhverjum aksturs- og gönguleiðum og þurfum við því að sýna sérstaka aðgát og biðlund við slíkar aðstæður.

Mynd af 26 grein umferðarlaga gul yfirstrikun

Garðabær og Urriðaholt vilja ítreka þau ákvæði sem eru í gildi um skjólveggi og girðingar í deiliskipulagi Urriðaholts. Dæmi eru um að ákvæði hafi ekki verið nægilega skýr og óvissa um túlkun þeirra og til að bregðast við því voru gerðar deiliskipulagsbreytingar seinni part árs þar sem ákvæði voru samræmd og sett fram á skýran hátt. Hér er umfjöllun um gildandi ákvæði og þau sjónarmið sem þau byggja á.

Undirbúningur framkvæmda við skjólveggi

Áður en hafist er handa við að byggja skjólvegg eða girðingar þarf að athuga hvort framkvæmdin er í samræmi við aðaluppdrætti hússins. Skjólveggi og girðingar skal sýna á aðaluppdráttum sem skilað hefur verið inn til byggingarfulltrúa, og ef svo er ekki, þá þarf að sækja um leyfi fyrir þeim til Garðabæjar og leggja inn nýja aðaluppdrætti, ásamt samþykki nágranna, eftir því sem við á.

Gott er að leita ráðgjafar hjá byggingaryfirvöldum strax við undirbúning framkvæmda. Við hvetjum fólk til að ráðfæra sig við hönnuð hússins og/eða skipulagshönnuði um mögulegar útfærslur til að skapa jákvæða lausn fyrir íbúa og umhverfið. Samspil við gróður, uppbrot veggja og efnisáferðir, heildaútlit húsa og litir eru mikilvægir þættir í heildar ásýnd hverfisins. Starfsmenn Garðabæjar geta veitt upplýsingar um hverjir hönnuðir húsa eru.

Þegar byggingarverktaki skilar af sér nýbyggingu skulu girðingar og skjólveggir vera skv. teikningum og er tilhögun þeirra staðfest í lokaúttekt byggingarfulltrúa.

Við bendum einnig á að gefinn hefur verið út Staðarvísir fyrir Urriðaholt sem eru leiðarljós í umhverfishönnun og á að nýtast bæði bæjarvöldum með frágang opinna svæða og lóðarhöfum um frágang lóða. Gögnin eru aðgengileg á heimasíðu Urriðaholts undir Ítarefni. Hvetjum við alla til að kynna sér það sem þar kemur fram.

Ákvæði um girðingar og skjólveggi

Í byggingarreglugerð eru almenn ákvæði um hæð skjólveggja og girðinga, en þar kemur jafnframt fram að víkja megi frá þeim með nánari ákvæðum í deiliskipulagi. Ákvæði deiliskipulags Urriðaholts gilda því hér í stað almennra ákvæða í byggingarreglugerð. Skilmála um skjólveggi, girðingar og sérnotareiti í deiliskipulagi Urriðaholts má sjá hér fyrir neðan.

Skjólveggir í deiliskipulagi Urriðaholts

Hluti af vistvottun hverfisins eru möguleikar til matjurtaræktunar. Gert hefur verið ráð fyrir matjurtagörðum á nokkrum stöðum í hverfinu svo sem í grænum geirum og víðar. Nánari upplýsingar og bókanir á vefsíðu Garðabæjar

https://www.gardabaer.is/umhve...

Ofanvatni í Urriðaholti (snjó og regni) er veitt út í jarðveginn til að tryggja náttúrulega hringrás í Urriðavatn. Ofanvatnið sígur niður í gegnum jarðveginn og leitar á endanum út í vatnið. Lágmarka þarf að skaðleg efni berist með ofanvatninu út í Urriðavatn. Bílaþvottur utanhúss leysir upp alls konar efni sem berast þannig út í jarðveginn og eru skaðleg vatnalífinu. Skiptir þá ekki máli þó notuð sé umhverfisvottuð sápa. Því er skaðlegt fyrir lífríki Urriðavatns að þvo bíla í hverfinu og er mælst til að þvottur fari fram á bílaþvottastöðvum.

Bílaþvottur innanhúss, þar sem niðurföll tengjast holræsakerfinu, hefur ekki áhrif á lífríki Urriðavatns.

Sjá nánar: http://urridaholt.is/frettir/bilathvottur-i-urridaholti-skadar-vatnid

Fyrsti áfangi Urriðaholtsskóla við Vinastræti tók til starfa í byrjun árs 2018. Ráðgert er að skólinn verði alls 11.000 fermetrar með sambyggðu íþróttahúsi og sundlaug og þjóni jafnframt hverfinu sem samfélagsleg miðstöð fyrir íbúa. Auk núverandi skóla er gert ráð fyrir sérstökum leikskóla á lóð Holtsvegar 20 sem opnar haustið 2023.

Götur í Urriðaholti eru mjórri og óreglulegri en almennt gerist í skipulagi. Tilgangur þess er draga úr umferðarhraða og auka þannig öryggi allra vegfarenda. Ennfremur er gert ráð fyrir upphækkunum á öllum gatnamótum og gönguleiðum. Allt stuðlar það að öruggara umhverfi og betri hljóðvist.

Af praktískum ástæðum er ekki hægt að ganga frá upphækkunum og þrengingum fyrr en umferð stórra vinnutækja í hverfinu er að mestu lokið. Þessi þungu tæki myndu fljótlega eyðileggja upphækkanirnar. Það leiðir af sér að umferð á það til að vera hraðari en ella, sérstaklega umferð á vegum framkvæmdaraðila sem eru að vinna í hverfinu. Því hefur Garðabær sett upp tímabundnar þrengingar og hraðahindranir sem því miður hafa í för með sér neikvæða upplifun af umhverfinu. En um leið og meginframkvæmdum á hverju svæði lýkur verður gengið frá endanlegum gatnamótum.

Nákvæm útfærsla á upphækkunum, þrengingum og gangbrautum er í deiliskipulagi hvers áfanga sem er aðgengilegt á heimasíðu Urriðaholts.

Á byggingasvæðum er frágangur á sorpi og öðrum úrgangi oft ófullnægjandi og því miður á þetta einnig við í Urriðaholti. Almennt bregðast verktakar vel við tilmælum og ábendingum um það sem má betur fara í þessum efnum. Fólk er hvatt til að senda línu og myndir á jpg@urridaholt.is sé einhversstaðar brotalöm í gangi.

Náttúrufegurðin allt í kring um Urriðaholt býður upp á gott tækifæri til að skapa umgjörð þar sem hið byggða umhverfi og náttúra eru tengd saman sem órjúfanleg heild. Í skipulagsvinnunni er leitast við að gefa byggðinni sterkt svipmót og eigin staðaranda. Markmiðið er að skapa áhugavert samfélag, sem öruggt og aðlaðandi er að búa í og býður upp á góða aðstöðu til útivistar. Lagt er upp úr því að sem flestir njóti útsýnis og víðast hvar er stutt að fara til að njóta náttúrunnar.

Skipulagi gatnakerfisins er ætlað að uppfylla þarfir íbúa en stuðla um leið að öryggi. Ýmsar leiðir eru farnar til þess, m.a. dregið úr ökuhraða. Dregið er úr áhrifum bílastæða á yfirbragð byggðarinnar með innbyggðum bílageymslum. Lagt er upp úr því að umhverfið sé áhugavert og aðlaðandi fyrir gangandi og hjólandi vegfarendur.

Til að mæta misjöfnum þörfum fólks hefur áhersla verið lögð á að skapa blandað samfélag með fjölbreyttu byggðamynstri. Lögð er áhersla á byggingar séu sem næst götu, umferðargötur hafðar þrengri en venjulega til að hægja á umferð og þétt net göngustíga. Reynt er að nýta öll þau umhverfisgæði sem fólgin eru í hverfinu og umhverfinu allt í kring. Séð er fyrir þjónustu í göngufæri fyrir íbúa í hverfinu, bæði í atvinnuhlutanum svo og verslunum í Kauptúni.

Af hálfu Garðabæjar er boðið upp á tvær tunnur fyrir úrgang.

  1. Tunna fyrir óflokkað almennt sorp og flokkað plast í lokuðum plastpokum. Málmar fara lausir í almennu tunnuna.
  2. Tunna fyrir pappír.

Nánari upplýsingar má nálgast á vefsíðu Garðabæjar https://www.gardabaer.is/ibuar...

Grenndargámar eru staðsettir á tveimur stöðum í Urriðaholti þar sem tekið er við gleri, flöskum og dósum auk plasts og pappírs. Staðsetning gámanna við Holtsveg er merkt inn á myndina með gulum punktum.

Vakin er sérstök athygli á að þegar sorp er í miklu magni (t.d. vegna framkvæmda, flutninga, umfang umbúða) þá er nauðsynlegt að farið sé með það á endurvinnslustöðvar Sorpu til að sorpgeymsluílát yfirfyllist ekki. Það sama gildir um grenndargámana.

Við hvetjum íbúa til þess að tileinka sér allar mögulegar lausnir varðandi sorp og endurnýtingu og bendum m.a. á eftirfarandi: https://sorpa.is/einstaklingar

Staðsetning grenndargáma
Grenndargámarnir eru á tveimur stöðum við Holtsveg, merkt með gulum punktum.

Urriðavatn og nágrenni er undir hverfisvernd í aðalskipulagi Garðabæjar. Áformað er að framtíðinni verði gert deiliskipulag sem fjalli nánar um vernd vatnsins og umhverfi en í dag gilda eftirfarandi reglur:

  • Á varptíma fugla og uppeldisskeiði unga (15. apríl – 15. ágúst), er bannað að vera með hunda á ferð við vatnið, þar á meðal á göngustígum umhverfis það.
  • Utan varptímans er leyfilegt að ganga umhverfis vatnið með hunda í taumi og skal ávallt fjarlægja saur eftir hund.
  • Öll veiði er bönnuð í vatninu Urriðaholtsmegin. Landið á móti er í einkaeigu.
  • Notkun báta og kajaka á vatninu er bönnuð allt árið um kring.
  • Bannað er að kveikja eld og grilla við vatnið.

Vistvottun Urriðaholts þýðir að búið er að huga að atriðum sem fyrirfram er ákveðið að skipti máli til að stuðla að góðu og öruggu samfélagi í sátt við umhverfið Þar á meðal má nefna gönguleiðir, ferðamáta, útivist, þjónustu, leiksvæði, öryggi, fjölbreytt húsnæði og margt fleira. Urriðaholt er fyrsta hverfið hér á landi til að fá staðfestingu alþjóðlegu samtakanna BREEAM Communities um að það uppfylli skilyrði um framúrskarandi skipulag þar sem unnið hefur verið með sjálfbæra þróun og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi að leiðarljósi.

Nánar má lesa um þetta í sérstökum kafla um um umhverfisvottanir á heimasíðu Urriðaholts http://urridaholt.is/aherslur/breeam-vottun

Stutt er að fara til að njóta náttúrunnar allt í kring um Urriðaholt, líkt og sjá má á þessu korti.

1184 allt svaedid 06
Kortið sýnir hvar gangstígar liggja frá Urriðaholti út í náttúruna allt um kring.

Ákvæði um aðstöðu til hleðslu rafbíla voru sett inn í deiliskipulag nýrra áfanga í Urriðaholti árið 2014 sem hluti af Breeam vottun skipulagsins. Síðan þá hefur rafbílum fjölgað og voru sambærileg viðmið innleidd í íslenska byggingareglugerð árið 2018.

Í deiliskipulagsskilmálum Urriðaholts eru ákvæðin orðuð með svohljóðandi hætti:

Kvæði deiliskipulags í Urriðaholti um hleðslu rafbíla
Deiliskipula
Reglugerð um hleðslubúnað
Byggingaregl

Heita vatnið í Urriðaholti kemur úr virkjunum Orku náttúrunnar á Hengilssvæðinu, Nesjavallavirkjun og Hellisheiðarvirkjun. Það er upphitað kalt vatn en ekki hveravatn. Fyrir vikið er minna af kísli í því en hveravatni. Aftur á móti finnst hveralykt af þessu heita vatni, þar sem brennisteinsvetni er blandað í það til að eyða súrefni og koma þannig í veg fyrir tæringu og ryðmyndun.

Kalda vatnið kemur frá vatnsveitu Garðabæjar sem fær vatn frá Kópavogsbæ úr borholum í landi Vatnsendakrika í Heiðmörk.

Í Urriðaholti er svokallað 5-víra dreifikerfi rafmagns. Sérstakur jarðkapall bætist þá við rafmagnsheimtaugina frá HS veitum. Þessi jarðvír – fimmti vírinn í kerfinu – tengist úr rafmagnstöflu í hverju húsi við sérstök jarðskaut sem boruð hafa verið víða í Urriðaholti til að stuðla að enn betra jarðsambandi umfram hefðbundna jarðtengingu. Með réttum tengingum í aðaltöflu hússins stuðlar aukið jarðsamband að betri spennujöfnun sem minnkar rafmengun, sem síðan bætir líðan fólks, lengir endingartíma heimilistækja og dregur úr ryksöfnun.

Nánar má fræðast um 5 víra kerfið hér: http://urridaholt.is/aherslur/5_vira_dreifikerfi_rafmagns_i_urridaholti

Í framtíðinni er gert ráð fyrir tveimur vegtengingum úr hverfinu inn á Flóttamannaveg, samanber mynd. Ekki liggur fyrir hvenær gengið verður frá vegtengingum en Flóttamannavegur er enn sem komið er á forræði Vegagerðarinnar.

Vegtengingar inn a flottamannaveginn
Lorem ipsum

Vatn úr heitum pottum (bæði rafmagns og hitaveitu) á undantekningalaust að fara í niðurföll sem tengjast holræsakerfinu. Ekki má tæma potta sem staðsettir eru utanhúss beint út í jarðveginn.

Urriðaholtsstræti og Holtsvegur eru í forgangi í snjómokstri og eru göturnar saltaðar eftir því sem þörf krefur. Saltið af þessum tveimur götum fer ekki út í ofanvatnsrásirnar sem renna í Urriðavatn, heldur fer yfirborðsvatn af þeim í hefðbundin í niðurföll sem leiða út í holræsakerfið til sjávar.

Um aðrar götur gildir að allt ofanvatn fer út í jarðveginn umhverfis. Við sérstakar aðstæður kunna einstaka götur að verða saltaðar.