25.09.2014

Urriðaholt fyrst til að sækjast eftir vistvottun skipulags

Um þessar mundir er unnið að því að vistvotta skipulag Urriðaholts í Garðabæ. Þetta er í fyrsta sinn sem unnið er að vistvottun skipulags á Íslandi og er það gert samkvæmt alþjóðlega vottunarkerfinu Breeam Communities, sem er leiðandi á þessu sviði í heiminum.

Í tilefni af viku vistvænna bygginga bauð Vistbyggðarráð uppá kynningarfund um þetta verkefni þann 23. september. Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ kynnti Urriðaholtið og skipulag þess, breskir ráðgjafar frá Breeam Communities sögðu frá vottunarkerfinu og Ólöf Kristjánsdóttir frá Mannviti fór yfir ferlið við vottunina.

Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs, stýrði fundinum sem haldinn var í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti. Hús NÍ hefur fengið hefur Breeam vottun og er annað af tveimur húsum hér á landi sem hefur þessa vottun.

Á kynningarfundinum var jafnframt kynntur nýútkomin bæklingur Vistbyggðarráðs um vistvænt skipulag.

Gunnar Einarsson bæjarstjóri á fundi Vistbyggðaráðs um umhverfisvottun Urriðaholtsisn
Gunnar Einarsson bæjarstjóri í Garðabæ kynnti uppbyggingu Urriðaholts.
Cary and Tom from Breeam communiities á fundi Vistbyggðaráðs
Cary Buchanan og Tom Hyde, ráðgjafar hjá Building Research Establishment (BRE), kynntu vinnu sína og helstu áherslu í vistvottun Urriðaholts.
Sigríður Björk hjá Vistbyggðarráði
Sigríður Björk Jónsdóttir, framkvæmdastýra Vistbyggðarráðs, stýrði kynningarfundinum.
Jón Pálmi og Gunnar á fundi Vistbyggðarráðs
Jón Pálmi Guðmundsson framkvæmdastjóri Urriðaholts ásamt Gunnari Einarssyni bæjarstjóra.

Tengt efni