10.07.2021

Tillögur í samkeppni um kennileitishús í norðurhluta 4

Lóðin Vörðugata 2 er ætluð fyrir kennileitishús í deiliskipulagi Urriðaholts. Með slíku húsi er lögð áhersla á að sérstaklega verði vandað til uppbyggingar á lóðinni, þar á meðal að um frumlega og vandaða lausn sé að ræða í samræmi við stöðu hennar í hverfinu.

Til að fylgja þessum áformum eftir var ákveðið að efna til hönnunarsamkeppni. Níu arkitektastofum var boðið að taka þátt í forvali og þrjár þeirra valdar til þátttöku, en þær eru T.ark, Krads/Trípólí, og Úti og Inni. Þátttakendur lögðu mikinn metnað og vinnu í tillögugerðina og hafa allar tillögur þeirra styrkleika og veikleika.

Dómnefnd um tillögurnar hefur skilað niðurstöðu og er hægt að sjá greinargerð hennar í heild sinni í PDF skjali hér að neðan. Ennfremur eru þar PDF skjöl sem sýna tillögur allra þátttakenda.

Stjórn Urriðaholts ehf. mun nú yfirfara tillögurnar og taka ákvörðun um framhald málsins.

Með samkeppninni um kennileitishúsið var lagt var upp með að:

  • fá fram hugmyndir að byggingu sem hæfir henni sem kennileitishúsi í hverfinu.
  • fá frumlega og vandaða lausn á uppbyggingu lóðarinnar í samræmi við stöðu hennar í hverfinu.
  • fá fram lausn að byggingu sem einkennist af vandaðri byggingarlist sem endurspeglast í efniskennd og útfærslum
  • innra skipulag og gæði íbúða í samræmi við áherslur á gæði ásýndar og yfirbragðs hússins.
  • aðkoma, landmótun og frágangur lóðar og bílastæða væri aðlaðandi.
Kennileitishús Krads Trípólí
Tillaga arkitektanna Krads/Trípólí að kennileitishúsi að Vörðugötu 2.
Kennileitishús Tark
Tillaga T.ark í samkeppninni um kennileitishúsið. Tillagan í heild sinni, ásamt öðrum tillögum samkeppninnar er í PDF skjali hér fyrir neðan.
Kennileitishús Úti og inni
Tillaga Úti og inni í samkeppninni um kennileitishúsið.

Tengt efni