27.05.2024

Rætt um stöðu umferðarmála í Urriðaholti

Urriðaholtsstræti 8 I7 A3189 copy

Íbúasamtök Urriðaholts stóðu fyrir rafrænum fundi miðvikudaginn 22. maí 2024 um umferðar- og samgöngumál í hverfinu.

Fundurinn var tvíþættur. Fyrst kynntu þær Hrafnhildur Brynjólfsdóttir og Elín Ríta Sveinbjörnsdóttir umferðargreiningu sem gerð var á vegum Eflu um umferð í Urriðaholti og Kauptúni. Þær fjölluðu um þróun umferðarþunga og þær breytingar sem orðið hafa á samsetningu íbúðar- og atvinnuhúsnæðis í hverfinu frá upphaflegri áætlun. Síðan voru kynntar mögulegar leiðir til að dreifa umferðarþunga og auka öryggi í hverfinu. Þær ræddu um tengingar við Álftanesveg og Flóttamannaveg.

Síðan kom Hrannar Bragi Eyjólfsson bæjarfulltrúi og fulltrúi Garðabæjar í stjórn Strætó með kynningu á almenningssamgöngum í hverfinu. Hann kynnti þróun ferða Strætó í Garðabæ almennt og tók svo sérstaklega fyrir ferðir tengdar Urriðaholti. Hann fjallaði einnig um hugmyndina um app sem verið er að þróa með tilliti til pöntunarþjónustu eftir að reglulegum ferðum strætisvagnsins lýkur um kvöldmatarleytið. Rætt var um aðgengi og öryggi þessarar þjónustu.

Kynningar Eflu og Hrannars Braga er að finna hér að neðan, PDF skjöl.

Fundurinn var haldinn á Teams og ekki tekinn upp.

Tengt efni