Ný fjölbýlishús við Holtsveg komin í sölu
Uppbyggingin við Holtsveg í Urriðaholti heldur áfram og íbúðir í fjölbýlishúsum við Holtsveg 37-39, 41 og 51 eru nú komnar í sölu.
Holtsvegur 41
Stutt er í að smíði hússins ljúki og verða fyrstu íbúðir afhentar í apríl. Húsið er lyftuhús með stæðum í lokuðum bílakjallara. Arkitekt er Kristinn Ragnarsson.
Byggingarðili er Eignarhaldsfélagið Á.D. Fasteignasali er Remax Senter og veita fasteignasalar nánari upplýsingar, Gunnar Sverrrir í síma 862-2001, gunnar@remax.is og Ástþór Reynir í síma 899-6753, arg@remax.is.
Holtsvegur 37-39
Húsin eru á byggingarstigi en tilbúin er glæsileg sýningaríbúð í húsi númer 37. Um er að ræða lyftuhús ásamt stæði í lokuðum bílakjallara. Á efstu hæð eru penthouse-íbúðir. Áætlað er að íbúðirnar verði tilbúnar til afhendingar haustið 2016. Arkitekt er Sigurður Hallgrímsson hjá Arkþing.
Mannverk reisir húsin. Nánari upplýsingar veitir Kristjana Sigurðardóttir viðskiptastjóri Mannverks í síma 771-1115, netfang kristjana@mannverk.is.
Ýmsar fasteignasölur hafa íbúðir að Holtsvegi 37-39 til sölu.
Holtsvegur 51
Húsið er á byggingarstigi en sölumenn frá fasteignasölunni TORG sýna íbúðir og afhenda gögn, þ.m.t. skilalýsingu o.fl.
Nánari upplýsingar gefa Hafdís Rafnsdóttir, sölustjóri í síma 820-2222, hafdis@fstorg.is og Sigurður Gunnlaugsson, fasteignasali í síma 898-6106, sigurdur@fstorg.is