17.01.2014

Fjölbýlishúsin rísa hvert af öðru í Urriðaholti

Uppsteypa fyrstu fjölbýlishúsanna í Urriðaholti stendur yfir um þessar mundir. Búið er að steypa grunna sjö húsa með samtals rúmlega 100 íbúðum. Í einu húsanna er þegar búið að steypa þrjár hæðir og við önnur stendur mótasmíði sem hæst.

Nýju fjölbýlin einkennast af því að vera fremur lítil í sniðum, fáar íbúðir í hverjum stigagangi og að meginhluta eru þrjár íbúðarhæðir. Íbúðastærð er á bilinu 80-130 fermetrar.

Í sumar hefst svo næsta hrina bygginga fjölbýla í Urriðaholti. Um 100 íbúðir verða í þeim áfanga, sem rís í vestanverðu Urriðaholti með glæsilegu útsýni yfir Garðabæ og Faxaflóa.

Upplýsingar um staðsetningu fjölbýlishúsanna sem eru í byggingu má finna í flipa á forsíðu undir heitinu „Íbúðir til sölu.“ Upp kemur kort af Urriðaholti sem sýnir staðsetninguna og með því að smella á merki fyrir viðkomandi hús sjást nánari upplýsingar.