22.01.2020

Betri upplýsingar fyrir íbúa í Urriðaholti

Á vefsíðu Urriðaholts ehf hefur verið sett upp síða með fjölbreyttum upplýsingum fyrir íbúa hverfisins. Lengst af hefur vefsíðan verið með almennan fróðleik um skipulag og framkvæmdir í hverfinu. En með vaxandi íbúafjölda hefur þörfin aukist fyrir upplýsingar sem varða þá í daglegu lífi.

Yfirbragð síðunnar er „spurt og svarað“ og í bland er svo ýmis annar gagnlegur fróðleikur. Leitast er við að svara algengum spurningum en listinn er engan veginn tæmandi. Íbúum er velkomið að senda Urriðaholti ehf nýjar spurningar, eða biðja um nánari skýringar við svörum sem þegar hafa verið gefin. Þessi síða verður því nokkuð breytileg og munum við vekja athygli á því þegar nýjar upplýsingar hafa bæst við.

Á síðunni er m.a. fjallað um vetrarsöltun gatna, hámarkshraða, hvers vegna engin biðskyldumerki er að finna í hverfinu, gönguleiðir út í náttúruna, sorpflokkun, fjúkandi rusl og 5-víra dreifikerfi rafmagns.

Hér er síðuna að finna.

Hrauntangi og vatn 2014 IMG 6177