702 íbúðir í uppbyggingu í Urriðaholti
Mikil uppbygging á sér nú stað í Urriðaholti. Framan af risu nokkur einbýlishús í hverfinu, en seinni hluta 2012 hófst bygging fjölbýlishúsa, fyrst við Holtsveg. Búið er að skipuleggja 404 íbúðir og eru 317 þeirra ýmist tilbúnar eða í byggingu. Um 15 verktakar eru þessa dagana að byggja fjölbýlishús í vesturhluta Urriðaholts og auk þess eru í gangi framkvæmdir við parhús, raðhús og einbýlishús.
Nú þegar eru fyrstu íbúarnir búnir að koma sér fyrir í fjölbýlishúsunum og gert er ráð fyrir að flutt verði inn í ca. helming þessara íbúða fyrir árslok.
Í skipulagsferli í Urriðaholti eru 298 íbúðir til viðbótar, við Mosagötu og norðurhluta 2. Hluti lóðanna verður byggingarhæfur í vor og hluti næsta haust.
Samtals gera þetta 702 íbúðir sem byrjað er að byggja eða verða byggðar í Urriðaholti næstu misseri.