Page 3 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 3
Útsýnið úr Urriðaholtinu yfir Urriðavatn og til suðurs og vesturs er óviðjafnanlegt.
Landgæði eru lífsgæði
Útsýnið er einstakt í Urriðaholti og miðar allt skipulag að því að skapa skjólsæla og sólríka byggð í nágrenni undraheims hrauns og vatns. Hverfið liggur aflíðandi í halla gegnt suðri með fallegu útsýni yfir Urriðavatn. Fólk býr í skjóli fyrir ríkjandi vindátt og nýtur jafnframt sólarinnar.
Útivist er daglegt líf
Urriðaholt er frá náttúrunnar hendi miðdepill útivistarparadísar. Göngu- og hjólastígar tengja byggðina vatnsbakka Urriðavatns, hrauninu og Heiðmörk. Náttúrustemmningin teygir sig inn í hverfið og skapar einstök leik- og útivistarsvæði.
Í sátt við umhverfið
Stuðlað er að góðu jafnvægi milli manns og náttúru með fjölbreyttum hætti í Urriðaholti. Mikil áhersla er lögð á að lífríki og hringrás Urriðavatns haldi sér. Með vandaðri götulýsingu er dregið úr ljósmengun. Hvatt er til vistvænnar hönnunar bygginga með skipulagsáherslum og leiðbeiningum fyrir hönnuði. Sérstök áhersla er lögð á umhverfisfræðslu og tengsl íbúa við nærumhverfið.


































































































   1   2   3   4   5