Page 5 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 5
Víða í Urriðaholti gefur að líta ofanvatnsrásir
sem leiða regnvatn og snjó gegnum jarðveg- inn til að tryggja óraskaðan vatnsbúskap Urriðavatns.
Betra jarðsamband
Dreifikerfi rafmagns í Urriðaholti, 5 víra kerfið, tryggir betra jarðsamband en hefðbundin dreifikerfi. Með bættu jarðsambandi er dregið úr ójöfnu flæði rafmagns og stuðlað að lengri líftíma raftækja og ljósabúnaðar. Minni rafmengun og spennujöfnun hefur auk þess jákvæð áhrif á heilsufar og líðan fólks.
Kauptún
Í Kauptúni er ýmis þjónusta í göngufæri fyrir íbúa í Urriðaholti, þar á meðal verslun IKEA, matvöruverslun og raftækjaverslun.
Hús Náttúrufræðistofnunar
Hús Náttúrufræðistofnunar Íslands er fyrsta húsið í uppbyggingu skrifstofuhúsnæðis við Urriðaholtsstræti. Húsið sómir sér einkar vel í viðeigandi umhverfi Urriðaholts, með útsýni yfir Búrfellshraun og nærliggjandi umhverfi. Vistvænar áherslur voru hafðar að leiðarljósi við hönnun hússins. Í húsinu er fullkomin aðstaða fyrir rannsóknir og varðveislu sjaldgæfra og dýrmætra náttúrugripa.
Táknatréð
Táknatréð var fyrsta mannvirkið sem reis í Urriðaholti, í maí 2008. Listaverkið stendur við hús Náttúrufræðistofnunar Íslands.


































































































   3   4   5   6   7