Page 2 - Urridaholt_bæklingur_8_sidur_2014
P. 2
Urriðaholt
Landgæði og skipulag í fremstu röð
Urriðaholt býður upp á einstök og náttúrurík landgæði sem felast í frábæru útsýni, fagurri umgjörð og fjölbreyttum möguleikum til útivistar. Leiðarljós fyrir byggðina er aðlaðandi borgarumhverfi sem skapar umgjörð um lífsgæði og fjölbreytt mannlíf í samspili við einstaka náttúru svæðisins. Lögð er áhersla á nærgætni við landslag, vistkerfi og minjar og sterk tengsl byggðar og náttúru.
Megináherslur skipulagsins
Skipulag Urriðaholts einkennist af áherslum á sjálfbæra þróun, fjölbreytileika og virðingu fyrir umhverfi og samfélagi. Gott aðgengi að útivistarsvæðum, gönguleiðum og hjólreiðastígum er í fyrir rúmi. Umferðargötur eru hannaðar til að stuðla að öryggi og hóflegum umferðarhraða.
Verðlaunað skipulag
Meðal verðlauna sem skipulagið hefur fengið fyrir áherslur á sviði umhverfis- og samfélags- nálgunar eru hin alþjóðlegu lífsgæðaverðlaun LivCom, skipulagsverðlaun Boston Society of Architects auk þess sem það var valið af Nordregio sem dæmi um árangursrík skipulagsverk- efni á Norðurlöndum.


































































































   1   2   3   4   5