Page 6 - Stadarvisir_Urridaholts_vef
P. 6
Í Urriðaholti er lögð rík áhersla á umhverfishönnun, bæði opinna rýma og einstakra lóða. Hugmyndafræði Urriðaholts hefur verið prófuð og sannreynd víða í Evrópu, til að mynda Þýskalandi, Bretlandi og víða á Norðurlöndum. Það hefur sýnt sig að hverfi þar sem umhverfisgæði eru í fyrirrúmi hafa meira aðdráttarafl í hugum kaupenda en staðir þar sem ekki hefur verið hugað að þessum gæðum. Á slíkum stöðum eru götur og opin svæði gróðursett trjám, veggir og girðingar vel hönnuð, landslag fagurlega mótað, lýsing og skilti hagan- lega valin og framhliðar bygginga aðlaðandi.
Þetta birtist iðulega í hærra fasteignaverði, ekki síst eftir því sem hverfi þroskast og þróast. Í Bretlandi hefur m.a. virði um- hverfishönnunar verið rannsakað og komið hafa í ljós bein tengsl milli gæða umhverfishönnunar og fasteignaverðs, bæði atvinnuhúsnæðis og íbúðarhúsnæðis. Rannsóknin sýndi fram á að bætt umhverfisgæði hefur hækkað verð íbúðar- húsnæðis að meðaltali um 5,2%. Þessar rannsóknir sýna að
það getur verið arðbært að fjárfesta í góðri umhverfis- hönnun.
Skipulagsskilmálar tryggja árangur að ákveðnu marki.
Hinsvegar til að ná hámarksárangri má bæta um betur og huga sérstaklega að þessum þáttum og efla sameiginlega sýn Urriðaholts ehf., Garðabæjar og allra verktaka sem koma að framkvæmdum í Urriðaholti.
Kaflar 3 og 4, sem koma hér á eftir, útlista hugmyndir
að baki umgjörð gatna, almenningsrýma og landslags í Urriðaholti og með hvaða hætti við ætlum að koma þessari framtíðarsýn til skila og skapa umgjörð í hæsta gæðaflokki. Hér taka lausnir m.a. mið af því að í Urriðaholti er í fyrsta sinn á Íslandi innleiddar blágrænar ofanvatnslausnir í heilt hverfi sem tryggja að viðkvæmt vistkerfi Urriðavatns og umhverfi þess verði viðhaldið sem aðlaðandi og náttúrulegu umhverfi.
Í kafla 5 er lögð áhersla á umgjörð lóða og mögulegar lausnir einstakra íbúðalóða. Gildir það um stoðveggi, aðkomur, frágang á lóðarmörkum, ofanvatnsrásir o.fl. og hvernig megi bæta gæði og auka þannig verðmæti eigna.
02
INNGANGUR
6


































































































   4   5   6   7   8