Page 4 - Stadarvisir_Urridaholts_vef
P. 4
Urriðaholt er nýtt hverfi sem rís í Garðabæ eftir skipulagi sem einkennist af nýrri hugsun. Rík áhersla er lögð á gæði, blöndun byggðar og jafnframt heilbrigt og aðlaðandi umhverfi. Til að laða þessi gæði fram eru nýjar leiðir farnar með ákvæðum í skipulagi, landmótun, gatnahönnun og meðhöndlun ofanvatns. Skipulag Urriðaholts hefur hlotið fjölda viðurkenninga og er það metnaðarmál Garðabæjar og Urriðaholts að þar rísi umhverfisvæn byggð í hæsta gæðaflokki.
hönnunargögn og er ætlað að hjálpa til við ákvarðanatöku. Og þar komum við að aðalatriðinu. Hornsteinninn í vinnu við skipulag Urriðaholts hefur frá upphafi verið að hér eru engar tilviljunarkenndar lausnir, heldur lausnir handsniðnar að þörfum umhverfis og samfélags til uppbyggingar á aðlaðandi samfélagi til að búa og starfa í.
Staðarvísinum er ætlað að koma af stað skapandi umræðu um hvernig gera megi góðan stað betri. Þannig má líta á Staðarvísinn líkt og handbók eða leiðbeiningarit fyrir alla þá sem tengjast Urriðaholtinu og uppbyggingu þess á einn eða annan hátt. Þar má nefna íbúa, eigendur, hönnuði, fasteigna- sala, verktaka, fjárfesta, ráðgjafa, bæjaryfirvöld og aðra sem koma á einn eða annan hátt að málum í Urriðaholti.
Hver einn og einasti er þar kemur að málum setur sitt svipmót á umhverfið og ef allir vinna að sama marki þá næst betri árangur í hönnun einstakra lóða og heildaryfirbragði hverfis- ins.
Í þessari samantekt er frjálslega farið með hugmyndavinnu en að sjálfsögðu er það á ábyrgð hönnuða að allt sé unnið í samræmi við skipulags- og byggingarreglugerð.
En hvað þarf til þegar búa á til einstakan stað? Svarið felst í einstakri nálgun og lausnum og styrkri sýn. Þar kemur Staðarvísirinn inn. Hér er tekin saman á einum stað útkoma mikils starfs sem unnið hefur verið frá upphafi í Urriðaholti. Sem í sér felur vinnustofur, samráðsfundi, hönnunarvinnu, rannsóknir og vísindaferðir - allt til að móta framtíðarsýn, leiðarljós og leiðir að einstökum stað.
01
Staðarvísirinn hefur það að
leiðarljósi að fylla okkur af
þeirri andagift sem í Urriða-
holtinu býr og gefa hugmyndir
að útfærslum í anda skipulags-
ins. Hann er einnig prófsteinn á
4
HVAÐ ER STAÐARVÍSIR?