7.06.2023

Skemmtidagskrá og kynningar á U2 deginum 11. júní

Fjögur fyrirtæki í Urriðaholtsstræti 2-4 standa fyrir skemmtun og kynningu fyrir íbúa í Urriðaholti sunnudaginn 11. júní. Dagskráin kallast U2 dagurinn og stendur frá klukkan 13-16. Boðið upp á smakk, drykki, ís og skemmtidagskrá. Bílastæðið við húsið verður lokað og því ákjósanlegra að koma gangandi eða hjólandi.

Skemmtanir verða á útisviði, þar á meðal Leikhópurinn Lotta, Lalli töframaður skemmtir og Einar Örn Magnússon, íbúi í Urriðaholti, langafabarn Ragga Bjarna og upprennandi stjarna sem gleður eyru gesta með söng og hlóðfæraleik.

Dídí‘s Kaffihús, bakarí & ísbúð, Nær matvöruverslun, Bláa lónið og 212 Bar & bistro bjóða gestum upp á fjölbreyttar veitingar, afslætti og kynningar.

Fjögur saman á U2