Skrifstofur og þjónusta í Urriðaholti

Skipulag fyrir skrifstofur og þjónustu í Urriðaholti

Skipulag fyrir atvinnustarfsemi endurspeglar heildaráherslur Urriðaholts. Á sama hátt og í hverfinu í heild eru ákvæði um umhverfisvæna efnanotkun, ofanvatnslausnir til að tryggja sjálfbæran vatnabúskap, vistvæna gatnahönnun, góðar gönguleiðir o.s.frv.

Ákvæði er um að starfsemi á atvinnusvæðinu skuli bundið við skrifstofur ásamt tengdri verslun og þjónustu. Ekki er heimilt að starfrækja mengandi iðnað eða vörugeymslur.

Byggingar eru lágreistar (3-4 hæðir) sem leggjast á mismunandi hátt í holtið til að tryggja útsýni yfir Vífilstaðahraunið til Reykjavíkurborgar og með Esjuna í bakgrunn. Útsýnið er til norðurs, sem tryggir lágt sólarálag.

Lögð er áhersla á að hver bygging geti endurspeglað þá starfemi sem þar er til staðar og skapað fyrirtækjum ákveðna sérstöðu.

Lóðir eru mjög rúmgóðar og gert er ráð fyrir einu bílastæði fyrir hverja 25 fermetra í byggingu (ca 30% meira en almennt lágmark sem eru 1:35). Lóðirnar eru í mismunandi stærðum til að henta sem flestum fyrirtækjum.

Græn og góð mál

Fyrirtæki og stofnanir hafa á síðari árum jafnt og almenningur gert sér betur grein fyrir mikilvægi umhverfismála. Í Urriðaholt býðst fyrirtækum og stofnunum fyrsta flokks umhverfi á sviði umhverfismála sem gefur fyrirtækjum og stofnunum tækifæri til að þróa enn frekar í sínu innra starfi.

Umhverfi og útivist

Í Urriðaholti er stutt í náttúrufegurð og útivistarmöguleika. Gönguleiðir eru til allra átta í mismunandi lengdum með Vifilstaðahraunið til norðurs, Heiðmörkina og golfvöll til vesturs og Urriðavatnið til suðurs.

Betra jarðsamband

Dreifikerfi rafmagns í Urriðaholti tryggir betra jarðsamband en hefðbundin dreifikerfi. Með bættu jarðsambandi er dregið úr ójöfnu flæði rafmagns og stuðlað að lengri líftíma raftækja og ljósabúnaðar auk þess að minni rafmengun og spennujöfnun hefur jákvæð áhrif á heilsufar og líðan fólks.

Samgöngur

Greið aðkoma að Urriðaholti er um mislæg gatnamót við Reykjanesbraut til allra átt á höfuðborgarsvæðinu. Frá Reykjanesbraut er á augabragði komið til og frá vinnu.

Reykjanesbraut sem er ein afkastamesta stofnbraut höfuðborgarsvæðisins sem tryggir skjóta vegferð til og frá vinnu frá flestum stöðum höfuðborgarsvæðisins. Auk þess eru umferðaráttir hagstæðar á álagstímum þannig að í heild er ferðatími frá heimili til vinnu hlutfallslega styttri en vegalengdir segja til um.

Urriðaholtsstræti og skilti í nóvember 2019
Hús Náttúrufræðistofnunar Íslands stendur við Urriðaholtsstræti 6-8 og var fyrsta atvinnuhúsnæðð sem reis í Urriðaholti.

Tengt efni