Reykjanesbrautin styttir allar ferðir

Tímamælingar sýna hversu vel Urriðaholt er staðsett á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til aksturstíma.

Akstursmælingar Ólafs Guðmundssonar umferðarsérfræðings sýna með skýrum hætti hversu fljótlegt er að komast til og frá Urriðaholti um höfuðborgarsvæðið. Þar skiptir nálægðin við Reykjanesbraut mestu, en hún er ein greiðfærasta gata landsins. Tvær akreinar eru í hvora átt og umferðarslaufur sem tryggja viðstöðulausan akstur.

Samgöngukort

Urriðaholt ehf. fékk Ólaf til að mæla aksturstíma á algengum leiðir á höfuðborgarsvæðinu á prófunarbíll sem er útbúinn nákvæmum búnaði til að mæla tíma og vegalengdir, svo og eldsneytiseyðslu. Aksturinn er jafnframt tekinn upp á myndband.

Mælingarnar sýna að mun „styttra“ er í Urriðaholt en kílómetratalan sýnir. Að jafnaði tekur aðeins um sex mínútur að aka milli gatnamótanna við Urriðaholt og gatnamóta Miklubrautar við Elliðaárvog. Það er um 7 km vegalengd. Eftir Miklubrautinni niður í miðbæ Reykjavíkur (eða til baka) getur hins vegar tekið allt að 20 mínútur að fara 4,7 kílómetra leið.

Akstur milli Urriðaholts og Smáralindar tekur innan við 3 mínútur og nálægt fimm mínútur í miðbæ Hafnarfjarðar. Rétt rúmlega hálftíma tekur að fara milli Urriðaholts og Keflavíkurflugvallar. Eins og gefur að skilja styttir þetta ekki aðeins ferðatíma einkabílsins, heldur hefur einnig jákvæð áhrif á þann tíma sem tekur að fara með strætó. Leið 21 kemur í Urriðaholt og endastöðvar hennar eru annars vegar Mjódd og hins vegar Fjörður í Hafnarfirði.

Tafla yfir mælingar tæknistjóra EuroRAP á akstri á ýmsum vegalengdum á höfuðborgarsvæðinu.

Tímamælingatafla
Reykjanesbrautin umferð IMG 9016
Horft til norðurs af brúnni á mislægum gatnamótum Urriðaholts og Reykjanesbrautar.
Strætóleið 21 gengur í Urriðaholt/Kauptún á hálftíma fresti, með endastöðvar í Mjódd og Firði. Mjódd er tengistöð fyrir 12 strætóleiðir á höfuðborgarsvæðinu og út á land og Fjörður tengist 6 leiðum. Aðeins tekur um 8 mínútur að fara á milli Urriðaholts og Mjóddar.
Urriðaholt ehf fékk Ólaf Kr. Guðmundssontæknistjóra EuroRAP á Íslandi til að mæla aksturstíma á algengum leiðum á höfuðborgarsvæðinu. Prófunarbíll EuroRAP á Íslandi er útbúinn nákvæmum búnaði til að mæla tíma og vegalengdir, svo og eldsneytiseyðslu. Aksturinn er jafnframt tekinn upp á myndband.
EuroRAP er skammstöfun á European Road Assessment Programme, undir forystu FIA, samtaka evrópskra bifreiðaeigendafélaga. EuroRAP annast öryggisskoðun vegakerfisins út frá fjölmörgum breytum.

Tengt efni