10.02.2014

Verktakar blóta Þorra með bros á vör

Verktakar tóku sér nýlega stutta pásu frá byggingaframkvæmdum við fjölbýlishúsin í Urriðaholti til að blóta Þorra og ræða stöðu mála. Bygging ehf. og Pétur og Kristinn ehf. buðu til þorrablótsins í vinnuskúr P&K við Hraungötu 1 og mættu þeir verktakar sem áttu heimangegnt.

Angan af súru slátri og vel kæstum hákarli lagði um vinnuskúrinn og það var létt yfir mönnum. Verktakarnir sögðust bjartsýnir á horfurnar og sögðu að bygging húsanna gengi mjög vel. Þau eru misjafnlega langt á veg komin, en ljóst að framkvæmdum við þau öll lýkur á þessu ári. Þá styttist ennfremur í að sala íbúða hefjist.

Verktakar á þorrablóti. Sitjandi frá vinstri: Kristján Sverrisson, Ingvar Geirsson, Kristinn Gunnarsson og Jón Ingvi Björnsson. Standandi frá vinstri: Helgi Sigurðsson, Guðmundur Leifsson, Pétur Ingi Hilmarsson, Hafsteinn Sigurðsson og Þröstur Valdimarsson
Byggingakranar í Urriðaholti IMG 0183
Byggingakrönunum hefur fjölgað jafnt og þétt í Urriðaholti undanfarna mánuði.