30.11.2016

Urriðaholt og Garðabær taka forskot í þróun og byggingu smáíbúða

Ákveðið hefur verið að í fjölbýlishúsinu að Urriðaholtsstræti 10-12 verði allt að 36 smáíbúðir frá 25 fermetrum að stærð. Um er að ræða til­rauna­verk­efni þar sem gert er ráð fyr­ir þessum litlu íbúðum í bland við stærri íbúðir. Með því að heimila byggingu íbúða af þessari stærð er Garðabær að leggja sitt af mörkum til að koma til móts við mikla eftirspurn á fasteignamarkaði eftir litlum íbúðum, sérstaklega á meðal ungs fólks. Einnig er horft til umhverfissjónarmiða og þess að breikka úrval íbúða í bænum.

Garðabær tek­ur með þessari skipulagsákvörðun for­skot í þróun og bygg­ingu smá­í­búða á Íslandi. Bær­inn hef­ur átt í sam­starfi við þró­un­araðila Urriðaholts um útfærslu skipulagsins. Áætlað er að bygg­ing­ar­fram­kvæmd­ir hefj­ist fljót­lega eft­ir ára­mót 2016-2017 og verða fyrstu íbúðir til­bún­ar vorið 2018 ef allt geng­ur eft­ir. Um er að ræða leigu­íbúðir og samkvæmt kröfu bæjarins verða þær allar í eigu sama aðila og eingöngu í lang­tíma­leigu.

Hvergi er slakað á kröf­um byggingareglugerðar, t.d. varðandi sal­erni og eld­un­araðstöðu í hverri íbúð, en megin­ávinn­ing­urinn felst í smæð íbúðanna.

Gunn­ar Ein­ars­son, bæj­ar­stjóri í Garðabæ, seg­ir ánægju­legt að bær­inn skuli taka for­ystu í verk­efni sem þessu sem leitt geti til auk­inn­ar sjálf­bærni og breiðara íbúðavals í bæn­um. „Þetta er þró­un­ar­verk­efni sem við gáf­um grænt ljós á og vilj­um sjá hvernig reyn­ist. Við erum að reyna að koma til móts við ungt fólk og það verður spenn­andi að sjá hvernig þetta lukk­ast,“ sagði Gunn­ar í viðtali við Morgunblaðið þegar verkefnið var kynnt.

Urriðaholtsstræti velkomin skilti og hús NÍ IMG 1250