31.10.2007

Umhverfisstefna samþykkt fyrir skólana

Fræðslu- og menningarsvið Garðabæjar hefur samþykkt sérstaka umhverfisstefnu fyrir skólahald í Urriðaholti. Kjarni hennar er að umhverfi og samfélag endurspeglist í starfsemi og mannvirkjum í Urriðaholti. Lykiláherslur umhverfisstefnunnar eru þessar:

  • Í Urriðaholti verði umhverfisvænar áherslur skólastarfsins í fararbroddi.
  • Nemendur verði þátttakendur í vöktun Urriðavatns, vatnabúskap þess og lífríkisins við og í vatninu.
  • Útikennslustofa verði við Urriðavatn.
  • Vistvænar skólabyggingar sem valda lágmarks álagi á umhverfi og heilsu fólks.
  • Unnið með sólar- og vindorku svo og garðræktun.
  • Markvisst verði unnið að því að gera nemendur meðvitaða um umhverfismál, nærumhverfið verði nýtt til að skilja umhverfið og náttúruna í stærra samhengi.
Skoli