29.05.2020

Nýtt kort af gönguleiðum í nágrenni Urriðaholts

Ítarlegt kort með göngu- og reiðleiðum í nágrenni Urriðaholts er komið út. Ennfremur er á kortinu að finna helstu örnefni á svæðinu.

Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa gefur kortið út, en Urriðaholt og stór hluti af landi í kringum Urriðaholt hefur verið í eigu sjóðsins frá 1957.

Mikið úrval er af gönguleiðum til austurs og suðurs frá Urriðaholti, en samfellt kort af þeim hefur ekki verið til fyrr en nú.

Hægt er að nálgast gönguleiðakortið með því að smella á hlekkinn neðst í fréttinni eða senda póst á jpg@urridaholt.is og óska eftir að fá það sent.