25.03.2008

Náttúrufræðihús á Jónasartorgi

Gengið hefur verið frá samkomulagi um að Náttúrufræðistofnun Íslands verði í nýju 3.500 fermetra húsi við aðkomuna, vestast í Urriðaholti. Þar með lýkur hálfrar aldrar bið náttúrufræðistofnunar eftir varanlegum heimkynnum, en stofnunin hefur verið í leiguhúsnæði við Hlemm í tæpa fimm áratugi. Hús Náttúrufræðistofnunar mun standa við Jónasartorg, en bæjarstjórn Garðabæjar samþykkti í nóvember að gefa torginu þetta nafn í tílefni þess að 200 ár voru liðin frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar. Ekki aðeins er Jónas eitt ástælasta skáld þjóðarinnar, heldur hefur hann stundum verið kallaður fyrsti íslenski náttúrufræðingurinn.

Jonasartorg