25.04.2012

Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð

Málþing um sjálfbært vatnafar í byggð, eða svokallaðar blágrænar lausnir, var haldið í húsi Náttúrufræðistofnunar Íslands í Urriðaholti í Garðabæ þann 24. apríl 2012. Málþingið var vel sótt en það sátu um 80 manns.

Málþingið var haldið á vegum Garðabæjar, Norges teknisk-naturvitenskapelige universitet í Þrándheimi, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Urriðaholts og Vatns- og fráveitufélags Íslands (VAFRÍ).

Blágrænu lausnirnar voru ræddar og innleiðing þeirra í borgum og bæjum. Þær gefa m.a. einstakt tækifæri til að nýta regnvatn „það bláa“ til að auka gróður „það græna“, þannig að byggða umhverfið verði samtvinnaðra því náttúrulega. Blágrænar lausnir eru hluti þeirra innviða sem byggja þarf upp til að auka sjálfbærni í byggð. Slíkum lausnum var beitt við skipulag í Urriðaholti í Garðabæ og þar má nú þegar sjá framkvæmd þeirra.

Allar upplýsingar um fyrirlestra og annað efni málþingsins má nálgast hér

Blagraenarlausnir mynd1