Fjölmennur fundur um deiliskipulag austurhluta Urriðaholts - myndir
Almennur kynningarfundur um deiliskipulagstillögu fyrsta áfanga austurhluta Urriðaholts var haldinn þriðjudaginn 3. apríl síðastliðinn í Urriðaholtsskóla. Tæplega eitt hundrað manns komu á fundinn til að hlýða á kynningu tillögunnar, spyrja spurninga og gera athugasemdir. Fjölmenni var úr hópi íbúa í Urriðaholti, sem notuðu tækifærið í leiðinni til að skoða skólann, en leikskólahluti hans tók til starfa þennan sama dag..
Deiliskipulagið sem var til kynningar nær til 21,5 hektara svæðis í austurhluta Urriðaholts. Þar er gert ráð fyrir íbúðahverfi fyrir u.þ.b. 495 íbúðir í fjölbýli (2-5 hæðir), rað-, par- og einbýlishúsum (1-2 hæðir). Íbúðirnar eru af mismunandi stærð og geta hentað fyrir alla aldurshópa. Á skipulagssvæðinu er gert ráð fyrir almenningsgarði með íþróttaaðstöðu.
Hér að neðan eru nokkrar myndir frá fundinum.