Fjöldi fólks í opnu húsi í Urriðaholti
Yfir eitt þúsund manns mættu í opið hús í Urriðaholti laugardaginn 17. október. Fimmtíu nýjar íbúðir voru til sýnis í níu fjölbýlishúsum og skoðuðu flestir íbúðir í öllum húsunum.
Byggingaraðilar og fasteignasalar stóðu að opna húsinu í samvinnu við Urriðaholt ehf. og var það einróma álit að dagurinn hafi verið mjög vel heppnaður. Það sama var að heyra á þeim sem komu til að skoða og höfðu margir orð á hversu gott væri að geta skoðað svona margar og fjölbreyttar íbúðir á sama tíma.
Fyrstu fjölbýlishúsin í Urriðaholti eru ýmist fullkláruð eða að frágangur er á lokametrunum. Önnur eru tilbúin til innréttinga og nokkur hús eru fokheld. Mikil uppbygging á sér nú stað í Urriðaholti og bygging skóla er hafin. Íbúar eru fluttir inn í fjögur húsanna og fjöldi íbúða er þegar seldur. Hægt er að sjá yfirlit um íbúðir til sölu í Urriðaholti með því að smella á hlekkinn "Fasteignaleit" hér að ofan.
Hér að neðan gefur að líta nokkrar myndir frá opna húsinu.