Deiliskipulagstillaga norðurhluta 3. áfanga liggur fyrir
Skipulagsnefnd Garðabæjar samþykkti þann 26. maí síðastliðinn að auglýsa deiliskipulagstillögu fyrir norðurhluta 3 og háholt Urriðaholts. Deiliskipulagið nær til 9 hektara svæðis í norðanverðu Urriðaholti og á háholtinu. Skipulagið gerir ráð fyrir að hámarki 327 íbúðum í fjölbýli (3-5 hæða) og rað- og parhúsum (1-2 hæða), af mismundandi stærð í blandaðri byggð sem getur hentað fyrir alla aldurshópa. Við Urriðaholtsstræti verða fjölbýlishús með atvinnutengdri starfsemi á neðstu hæð sem snýr að götunni.
Tillagan er unnin af Alta ehf, Landslagi ehf og Arkís ehf á vegum landeigenda í samvinnu við Garðabæ. Tillagan er að öllu leyti samræmi við aðalskipulag og rammaskipulag. Forkynning á tillögunni fór fram frá 21.mars til 11.apríl síðastliðinn og jafnframt var haldinn kynningarfundur.Engar ábendingar bárust á meðan á forkynningu stóð.
Deiliskipulagstillagan verður auglýst innan tíðar í samræmi við ákvæði skipulagslaga.